Borgarskjalasafn lagt niður

Ákveðið var á fundi borgarstjórnar í dag að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Tillögu flokka minnihlutans um að fresta málinu var á sama tíma felld. Rökin með niðurlagningu skjalasafnsins voru að í því fælist gífurleg „hagræðing.“

Rétt í þessu var samþykkt af flokkum meirihlutans í borgarstjórn að leggja niður Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Leitað verði til Þjóðskjalasafnsins vegna framtíðarhögunar skjala sem voru fyrir í faðmi Reykjavíkur.

Verkefni sem snúi að menningarmiðlun eiga að færast til Borgarsögusafns og/eða annarra menningarstofnana á menningar- og íþróttasviði skv. nánari útfærslu.

Miklar umræður sköpuðust vegna málsins á fundi borgarstjórnar. Fulltrúar minnihlutaflokkanna töluðu um óvönduð vinnubrögð sem væru unnin í alltof miklum flýti. Flokkar meirihlutans vildu meina að tillagan væri þörf til þess að hagræða í rekstri borgarinnar og að nútímavæða.

Mikil ósátt hefur ríkt með undirbúning málsins. Héraðsskjalaverðir um allt land hafa sent frá sér ályktanir þar sem áformunum er harðlega mótmælt. Auk þess hefur borgarskjalavörður alls ekki verið sátt með vinnu málsins og mótmælir áformunum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí