Jón Gunnarsson skipaði á dögunum varadómara við Endurupptökudóm – Ráðið til fimm ára – Valnefnd mat umsækjendur jafnhæfa – Sjálfstæðismaðurinn valinn
Jónas Þór Guðmundsson lögmaður þótti betri kostur í að þessu sinni. Endurupptökudómur er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti.
Jónas er öflugur liðsmaður Sjálfstæðisflokksins og hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir hönd flokksins. Styr stóð um setu Jónasar fyrir flokkinn í kjararáði því á sama tíma var hann skipaður í stjórn Landsvirkjunar. Og hækkaði laun stjórnenda hins opinbera umfram viðmið rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda.
Þá var fjallað nokkuð um Jónas Þór í fjölmiðlum síðasta sumar eftir að hann dró umsókn sína um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu til baka að loknu viðtali. Fulltrúi Evrópuráðsins mat einnig umsækjendahópinn (nema eina) frá Íslandi of veikan, byrja varð uppá nýtt.
Frétt stjórnarráðsins um ráðninguna má lesa hér.