Dómsmálaráðherra valdi flokksbróður

Stjórnmál 2. mar 2023

Jón Gunnarsson skipaði á dögunum varadómara við Endurupptökudóm – Ráðið til fimm ára – Valnefnd mat umsækjendur jafnhæfa – Sjálfstæðismaðurinn valinn

Jónas Þór Guðmundsson lögmaður þótti betri kostur í að þessu sinni. Endurupptökudómur er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti.

Jónas er öflugur liðsmaður Sjálf­stæð­is­flokksins og hefur gegnt hinum ýmsu trúnaðarstörfum fyrir hönd flokksins. Styr stóð um setu Jónasar fyrir flokkinn í kjara­ráði því á sama tíma var hann skipaður í stjórn Lands­virkj­un­ar. Og hækkaði laun stjórnenda hins opinbera umfram við­mið ramma­sam­komu­lags aðila vinnu­mark­að­ar­ins og stjórn­valda.

Þá var fjallað nokkuð um Jónas Þór í fjölmiðlum síðasta sumar eftir að hann dró umsókn sína um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu til baka að loknu viðtali. Fulltrúi Evr­ópu­ráðs­ins mat einnig umsækj­enda­hóp­inn (nema eina) frá Íslandi of veikan, byrja varð uppá nýtt.

Frétt stjórnarráðsins um ráðninguna má lesa hér.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí