Enn hitnar á milli Norður-Kóreu og Suður-Kóreu auk bandaríkjamanna

Norður-Kórea hefur skorað á Sameinuðu þjóðirnar um að þrýsta á að heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem eiga að standa yfir frá 13. til 23. mars verði stöðvaðar. Í yfirlýsingu í ríkisfjölmiðli landsins á sunnudag sagði utanríkisráðherrann Kim Son Gyong að yfirvofandi æfingar og orðræða bandamanna hafi aukið á spennuna milli landanna svo mjög að hún sé komin á hættulegt stig.

Fréttamiðillinn Al Jazeera hefur eftir honum að Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélagið allt yrði að hvetja Bandaríkin og Suður-Kóreu til að hætta tafarlaust ögrandi ummælum sínum og sameiginlegum heræfingum sem ítrekað beinast að landamærum Norður-Kóreu.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að embættismenn frá Seoul og Washington tilkynntu um heræfinguna á föstudag en til stendur að hún verði umfangsmikil og innihaldi m.a. landgönguhernað. Bandamenn hafa sagt að æfingarnar séu varnaraðgerðir og nauðsynlegar til að stemma stigu við auknum ógnum frá eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlunum Norður-Kóreu, sem eru bannaðar samkvæmt ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Embættismenn í Pyongyang miðstöð Norður-Kóresku stjórnarinnar óttast að æfingin sé dulin innrásaræfing.

Seoul og Washington framkvæmdu sameinaða heræfingu í lofti með bandarískri langdrægri sprengjuflugvél og suður-kóreskri orrustuflugvél á föstudaginn s.l og var sú æfing í röð sameiginlegra heræfinga þeirra undanfarnar vikur.

Ráðamenn í Norður-Kóreu kenna Washington um hrun alþjóðlegra vopnaeftirlitskerfa og segja kjarnorkuvopn sín vera sjálfsagða leið til að tryggja valdajafnvægi á svæðinu. Óábyrg framkoma“ bandamanna muni aðeins ýta undir áframhaldandi spennu og óvissu á svæðinu.

Kim Son Gyong segir það grátlegt að SÞ hafi stöðugt þagað um æfingarnar, sem skýri árásargjarnt eðli bandaríkjanna. Hann hefur einnig gagnrýnt Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, fyrir ósanngjörn ummæli um eldflaugatilraunir Norður-Kóreu.

Talið er að Norður-Kóreumenn eyði um fjórðungi landsframleiðslu sinnar í hernað sem er það mesta sem gerist á heimsvísu en óljóst er hvað slíkar tölur innihalda til vera samanburðarhæfar við önnur stór hernarðarríki. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí