Fasteignafélögin skulda of mikið og sigla inn í taprekstur

Mikill viðsnúningur var á rekstri fasteignafélagana þriggja í kauphöllinni á síðasta ári. Hækkun vaxta á miklar skuldir keyrði hefðbundinn rekstur niður í tap. Í fyrra bættu matsbreytingar þetta upp svo bókfærður hagnaður var hjá félögunum. En fasteignir munu ekki hækka á þessu ári og vextirnir eru enn að skrúfast upp. Það er því ekki bjart fram undan hjá Eik. Regin og Reitum.

Stærsti einkafjárfestirinn í þessum félögum öllum er Brimgarðar, sem er eignarhaldsfélag systkinanna í Mata, Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau systkini eiga líka Ölmu leigufélag. Frá því um vorið í fyrra hefur markaðsvirði hlutar Brimgarðs í félögunum þremur lækkað um rúma 5,7 milljarða króna.

Bókfærður hagnaður þessara félaga hefur undanfarið árið verið að stóru leyti vegna matsbreytinga, bókfært virði eignanna hækkar í bókunum eftir því sem fasteignaverð skrúfast upp. Þetta er hins vegar aðeins hagnaður í bókunum, til að innleysa hann þurfa félögin að selja eignirnar.

Ef við berum saman árin 2021 og 2022 sést vel hvaða áhrif aukinn fjármagnskostnaður hefur á svona félög. Ef við sleppum matsbreytingum þá var hagnaður eftir fjármagnskostnað í Reitum rétt tæplega milljarðar króna árið 2021 en tap upp á rúman 1,5 milljarð króna 2022. Hjá Reginn var hagnaður eftir fjármagnskostnað, en án matsbreytinga, rúmlega 600 m.kr. árið 2021 en tap upp á rúmlega 2,6 milljarða króna 2022. Og hjá Eik var hagnaðurinn samkvæmt þessum forsendum milljarður króna 2021 en árið 2022 var tap rúmlega 650 m.kr.

Það var ekki tap á þessum fyrirtækjum árið 2022 vegna þess að matsbreytingar eigna hífðu upp bókfærða stöðu. Á því ári hækkuðu fasteignir mikið. En þær eru hættar að hækka. En ekki vextirnir og fjármagnskostnaður. Það má því búast við að uppgjör félagana á árinu 2023 verði mun svartari.

Tap fyrir matsbreytingar merkir ójafnvægi á rekstur félaganna. Reksturinn skilar ekki nægum tekjum til að standa undir rekstrar- og fjármagnskostnaði. Þau þurfa þá að ganga á sjóði sína, hækka leiguna eða selja eignir til að mæta hækkun fjármagnskostnaðar.

Staða fasteignafélaga var eitt af því marga sem kom við sögu í samtali Þórarins Stefánssonar, sem þekkir til tæknigeirans í Silcon Valley, og Ásgeirs Brynjars Torfasonar, sem þekkir til efnahagsreikninga banka, við Rauða borðinu þar sem þeir spáðu í stöðuna eftir fall SVB-bankans.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí