Fjármagnseigendur varðir fyrir verðbólgu, almenningur ekki

Ásgeir Brynjar Torfason sagði við Rauða borðið að aukin verðbólga væri afleiðing af of lítið hefði verið gert og of seint. Fjármagnseigendur voru varðir en almenningur blæðir og þeir mest sem hafa lægst laun og skulda húsnæði eða leigja á verðtryggðum samningum. Hann sagði þó jákvætt að af viðbrögðunum nú mætti ráða að fleiri væru farnir að tala um þörf á samspili og samhljóm í aðgerðum.

Í viðtalinu benti Ásgeir Brynjar á að á Norðurlöndunum hækkuðu bankar vexti sína aðeins um hluta þess sem stýrivextir hækkuðu. Hér gilti það að bankar hækkuðu sína vexti um alla stýrivaxtahækkunin svo til samtímis. Hann tók þetta sem dæmi um hvernig allir virðast nýta sér öll tilefni til hækkunar á verði vöru og þjónustu. Engin tæki á sig neinar byrðar af verðbólgunni heldur ýtti þeim út í verðlagið. Það væri hins vegar ætlast til að launafólk tæki á sig allar byrðar, bæri kostnaðinn við verðbólguna í formi kaupmáttarrýrnunar. Og stjórnvöld gerðu ekkert til að lina þau áföll.

Ásgeir sagði áhyggjuefni hve verðbólgutölurnar komu mikið á óvart. Það væri slæmt hvernig töluð var upp verðbólga allt síðasta ár. Og þá út frá kaupkröfum en ekkert rætt um hagnaðardrifna verðbólgu, sem er verðbólga sem knúin er áfram af vilja fyrirtækja til að auka hagnað sinn og leiðir til hækkunar umfram hækkun aðfanga og launa.

Eina lausnin úr ranni Seðlabankans virðist hafa verið að smala fólki til baka úr óverðtryggðum lánum yfir í verðtryggð lán. Og þau sem ekki komast í gegnum greiðslumat fyrir þá skuldbreytingu sitja eftir í hræðilegri klemmu. Og ekkert er gert fyrir þau heimili. Ójafnaðáhrif af aðgerðum seðlabankans virðast bara alls ekki vera inni á þeirra radar, hvað þá mælaborði.

Nú er boðaður niðurskurður og aðhald í ríkisfjármálum en það hefði verið hægt að gera í fyrra og vinna þá gegn uppbyggingu verðbólgunnar sem er miklu auðveldara heldur en að ná henni niður þegar að hún er farin að festast í sessi. Endurmat útgjalda er líka eðlilegur þáttur í ríkisrekstri erlendis og viðvarandi en ekki átaksverkefni.

Það má og hefði mátt grípa til skattalegra aðgerða til að dreifa byrðunum. Ef verðbólgan verður áfram 10% næstu mánuðina er hættan miðað við málflutninginn hér að stýrivextir verði keyrðir upp í 10%. Það er þveröfugt við erlenda seðlabanka sem vilja mjúka lendingu hagkerfisins. Harkalegar stýrivaxtaaðgerðir eins og að halda áfram upp í 18% geta valdið gífurlegum skaða og tjóni á hagkerfinu. Það er eins og lítið hafi verið lært af hruninu hérna.

Viðtalið við Ásgeir Brynjar má sjá og heyra í spilarnum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí