Gengi banka heldur áfram að falla

Gengi banka í Asíu féll við opnun markaða í morgun þrátt fyrir að þroti Credit Suisse hafi verið forðað um helgina. Gengi HSBC lækkaði til dæmis um 7,1%. Og gengi skuldabréfa banka féllu líka umtalsvert. Það er afleiðing þess að í samkomulaginu um björgun Credit Suisse voru skuldabréf upp á um 2.425 milljarða króna látin falla.

Þetta eru bréf sem kölluð eru AT1 og sem eiga að tapast þegar bankar lenda í vandræðum. Og bera því háa vexti. Eigendur bréfanna hafa minni rétt en eigendur hlutabréfa og miklu minni en almennir lánardrottnar. Eftir sem áður veldur fall þessara bréfa skjálfta víða um heim.

Þessi AT1 bréf voru fyrst gefin út eftir fjármálahrunið 2008 og þrátt fyrir þekkta áhættu hafa fjárfestar keypt þau og aðeins einu sinni tapað síðan þá, þegar AT1-bréf Banco Popular á Spáni voru látin falla 2017.

Markmið seðlabanka og stjórnvalda í Sviss um að leysa vanda Credit Suisse um helgina gekk eftir. UBS bauð hluthöfum Credit Suisse um 40% af virði hlutabréfanna og greiddi með bréfum í UBS. Stjórnvöld breyttu reglunum, sveigðu þær svo ekki var nauðsynlegt að bera þessi kaup undir hluthafafundi í bönkunum. Þessi ákvörðun var tekin af stjórnendum undir þrýstingi stjórnvalda. Sem buðu rúmlega 15 þúsund milljarða króna lánalínu til að mæta áhlaupi á bankann við opnun í morgun. Ofan á 7.500 milljarða króna neyðarlán sem Credit Suisse fékk fyrir helgina.

Við opnun í morgun féll gengi UBS um 8,7%. Og evrópskir banka hafa lækkað einnig. Á Norðurlöndunum féll Danske bank um 5,4%, Swedbank um 3,8% og Nordea bank um 3,4%, svo dæmi séu tekin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí