Hrægammar svífa yfir hræinu af Credit Suisse

Bandaríski ofur-hrægammasjóðurinn BlackRock er samkvæmt heimildum Financial Times að undirbúa tilboð í svissneska bankann Credit Suisse, sem vafasamt er að lifi helgina. Svissneski seðlabankinn hefur gefið grænt ljós á að UBS, svissneskur stórbanki, taki yfir eignir og skuldbindingar Credit Suisse, en eftir er að semja um verð og skilmála.

BlackRock heldur utan um fjárfestingarsjóð sem eignum upp á næstum 1,3 milljónir milljarða króna. BlackRock er tengt öllum greinum viðskipta, er meðal annars stærsti fjárfestir í hergagnaframleiðslu í heiminum. Hefur auðgast af stríðinu í Úkraínu af þeim sökum, sem hefur dregið úr tapi vegna falls á verði hlutabréfa og skuldabréfa á liðnum misserum.

Larry Fink forstjóri BlackRock vann á yngri árum hjá First Boston, sem er bandarískur armur Credit Suisse og þekkir því til bankans. Mögulegafr stefnir BlackRock aðeins á bandaríska arminn.

Eftir fall Silicon Valley Bank fyrir viku hefur markaðsvirði banka og fjármálafyrirtækja fallið um 67 þúsund milljarða króna víða um heim.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí