Hrægammar svífa yfir hræinu af Credit Suisse

Bandaríski ofur-hrægammasjóðurinn BlackRock er samkvæmt heimildum Financial Times að undirbúa tilboð í svissneska bankann Credit Suisse, sem vafasamt er að lifi helgina. Svissneski seðlabankinn hefur gefið grænt ljós á að UBS, svissneskur stórbanki, taki yfir eignir og skuldbindingar Credit Suisse, en eftir er að semja um verð og skilmála.

BlackRock heldur utan um fjárfestingarsjóð sem eignum upp á næstum 1,3 milljónir milljarða króna. BlackRock er tengt öllum greinum viðskipta, er meðal annars stærsti fjárfestir í hergagnaframleiðslu í heiminum. Hefur auðgast af stríðinu í Úkraínu af þeim sökum, sem hefur dregið úr tapi vegna falls á verði hlutabréfa og skuldabréfa á liðnum misserum.

Larry Fink forstjóri BlackRock vann á yngri árum hjá First Boston, sem er bandarískur armur Credit Suisse og þekkir því til bankans. Mögulegafr stefnir BlackRock aðeins á bandaríska arminn.

Eftir fall Silicon Valley Bank fyrir viku hefur markaðsvirði banka og fjármálafyrirtækja fallið um 67 þúsund milljarða króna víða um heim.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí