Gildi hefur reynt að stoppa forstjóragræðgina

Auðvaldið 7. mar 2023

Árni Guðmundsson,  framkvæmdastjóri Gildi lífeyrissjóðs, segir sjóðinn hafa greitt atkvæði gegn hækkunum launa forstjóra og kaupréttarkerfum og sé ósáttur við síhækkandi laun og ríflegan kauprétt. En andstaða Gildis breytir engu, forstjóralaunin halda áfram að hækka.

Árni skrifar grein á Innherja og fer yfir þróunina. Hann segir launakjör forstjóra úr takti við það sem eðlilegt getur talist í íslensku samfélagi. „Enda hefur Gildi síðustu ár beitt sér gegn þeirri þróun í launakjörum sem við sjáum nú raungerast. Sú vinna byggir á hluthafastefnu sjóðsins þar sem tekin er einörð afstaða í þessum málum,“ segir Árni. Og vitnar í stefnuna þar sem segir „Ef félög ákveða að notast við árangurstengd launakerfi er rétt að föst laun séu að sama skapi lægri, samanborið við félög þar sem slík árangurstengd kerfi eru ekki til staðar“. 

„Reynslan hefur hins vegar sýnt að sífellt er verið að bæta við kaupaukum í ýmsu formi til stjórnenda án þess að það komi niður á háum föstum launum,“ skrifar Árni.

Og heldur áfram: „Gildi hefur ítrekað beitt sér í samræmi við þessa stefnu síðustu ár. Í fyrra greiddu fulltrúar sjóðsins til að mynda atkvæði gegn starfskjarastefnu Arion á ársfundi bankans. Stefnan var engu að síður samþykkt. Gildi greiddi atkvæði gegn tillögum um breytingar á starfskjarastefnu og kaupréttaráætlun á aðalfundi Skeljungs 10. mars 2022 (nafni félagsins var breytt í Skel á sama fundi). Gildi sat hjá þegar tillaga um starfskjarastefnu Kviku banka var samþykkt á aðalfundi félagsins 31. mars 2022 og greiddi atkvæði gegn starfskjarastefnu Marel á aðalfundi 16. mars 2022 sem og tillögu um hlutabréfatengt hvatakerfi. Þá greiddi Gildi atkvæði gegn tillögu um starfskjarastefnu sem innihélt kaupaukakerfi á aðalfundi Icelandair 3. mars 2022.“

Árni segir Gildi oftast einn fjárfesta á markaði hafa staðið á móti straumnum hvað þessar starfskjarastefnur varðar. „Mikil vinna hefur verið lögð í greinargerðir og rökstuðning fyrir afstöðu sjóðsins en því miður hefur niðurstaðan oftast verið sú að starfskjarastefnurnar eru samþykktar, sem að lokum leiðir til launa- og bónusgreiðslna eins og rakið hefur verið hér að framan,“ segir Árni framkvæmdastjóri Gildis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí