Halldór Benjamín hættir hjá SA – verður forstjóri Regins

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að láta af störfum hjá samtökunum en hann mun taka við nýju starfi á næstunni, segir í tilkynningu frá SA, en Hall­dór Benja­mín hefur verið ráðinn for­stjóri Reg­ins.

„Það eru óneitanlega blendnar tilfinningar sem fylgja því að kveðja þennan vettvang, enda eru alger forréttindi að gegna starfi framkvæmdastjóra SA,“ er haft eftir Halldóri Benjamín í tilkynningunni. „Starfið hjá SA hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt en það er á sama tíma engum hollt að vera í slíku starfi of lengi. Ég veit að ég skil við starf samtakanna í góðum höndum, hjá öflugum hópi starfsfólks og stjórnarmanna, sem ég hef verið svo lánsamur að eiga gott samstarf við á þeim tæpu 7 árum sem ég hef gegnt þessu starfi.“

Reginn er að lang stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða. Og SA og aðildarfélög þess skipa helming stjórnarmanna í sjóðunum. Stærsti einkafjárfestirinn í Reginn er Brimgarður, fjárfestingafélag Mata-systkinanna sem eiga Ölmu leigufélag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí