Liðaskipti einkavædd í útboði

Sjúkratryggingar opnuðu tilboð í 700 liðaskiptaaðgerðir í morgun. Lægsta tilboðið var frá Cosan, sem er í eigu Fidel Helga Sanchez læknis, og hljóðaði upp á 1.069.999 kr. hver aðgerð eða tæplega 749 m.kr. alls. Næst lægsta tilboðið var frá sænskri læknastofu í Bromma við Stokkhólm. Verðið þar var 30 þús. kr. hærra.

Þetta útboð er með stærri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Hingað til hafa mjaðma- og hnjáskipti verið gerð á Landspítalanum og á sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi. Þessi sjúkahúsum önnuðu hins vegar ekki þörfinni. Þau sem áttu efni á því gátu keypt aðgerð hjá Klínikinni í Ármúla. Og ef fólk hafði beðið von úr viti var það sent til Svíþjóðar í aðgerð á vegum Sjúkratrygginga.

Í febrúar buðu Sjúkratryggingar hins vegar út 700 liðaskiptaaðgerðir. Tilboðsfrestur var stuttur og í morgun voru tilboð frá fjórum aðilum opnuð. Þrjú tilboðin voru þau undir kostnaðarmati Sjúkratrygginga. Cosan og sænska læknastofan Ledplastikcentrum settu sama verð á mjaðma- og hnjáskipti. Og Klínkin líka en fyrirtækið Stoðkerfi hafði ólíkt verð á aðgerðunum.

Hvorki Landspítalinn né sjúkrahúsin á Akureyri eða Akranesi gátu tekið þátt í þessu útboði og notað greiðslur frá Sjúkratryggingum til að efla þá starfsemi sem fyrir er.

Ef við skiptum aðgerðum til helminga á milli mjaðma og hnjáa eru tilboðin svona:

FyrirtækiHnéMjöðm700 aðgerðir
Mat Sjúkratrygginga1.141.148 kr.1.362.349 kr.876,2 m.kr.
Cosan slf.1.069.999 kr.1.069.999 kr.749,0 m.kr.
Ledplastikcentrum1.100.000 kr.1.100.000 kr.770,0 m.kr.
Klínikin hf.1.215.000 kr.1.215.000 kr.850,5 m.kr.
Stoðkerfi ehf.1.338.577 kr.1.294.456 kr.921,6 m.kr.

Eins og áður sagði er Fidel Helgi Sanchez eigandi Cosan. Stoðkerfi eru í eigu margra lækna og á enginn yfir 10% hlut. Klínikin er í eigu lækna og fjárfesta. Þar er meðal eiganda félagi sem Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, og Guðbjörg M Matthíasdóttir útgerðarkona úr Eyjum eru meirihlutaeigendur að.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí