Metfjöldi leitar til Hjálpræðishersins í mat: „Sjóðir okkar eru orðnir frekar þurrir“

Þeir sem leita til Hjálpræðishersins í hádeginu hafa líklega sjaldan verið fleiri. Í febrúar voru matarskammtarnir um 5.400, eða 190 á dag að meðaltali, samanborið við tæplega 2.900 á sama tíma í fyrra. RÚV greinir frá þessu.

Að sögn Hjördísar Kristinsdóttur, svæðisforingja hjá Hjálpræðishernum á Íslandi, þá er útskýringin á þessu nokkuð augljós. „Það er náttúrlega orðið erfiðara fyrir fólk að ná endum saman,“ hefur RÚV eftir henni.

Hjördís segir þó óvíst hvort samstökin geti haldið áfram að fæða hina hungruðu. Auk frjálsra framlaga þá eru samtökin með þjónustusamning við Reykjavíkurborg upp á 15 milljónir.

 „Það segir sig sjálft að þegar fimm þúsund manns koma að borða hjá okkur í hverjum mánuði þá dugar það nú skammt. […] Sjóðir okkar eru orðnir frekar þurrir eftir að aðsóknin jókst svona mikið. Við þurfum að velta því fyrir okkur hvort að þetta sé eitthvað sem við getum hreinlega haldið úti lengur.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí