Mikill meirihluti Íslendinga telur kjör öryrkja ýmis frekar eða mjög slæm og segir brýnt að bæta þau. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Gallup vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök
Alls sagði 38,1 prósent kjör öryrkja mjög slæm og 43,6 prósent frekar slæm og var lítill munur á afstöðu eftir aldri, kyni, búsetu, menntun eða tekjum.
Svarendur voru beðnir um að taka afstöðu til þess hversu brýnt er að bæta kjör öryrkja. Þeim var gert að gefa svar á kvarðanum 0 til 10 þar sem 0 þýðir alls ekki brýnt en 10 mjög brýnt. Meðaltal svara var 8 sem þýðir að meginþorri landsmanna telur brýnt að bæta kjörin. Alls sagði 33,1 prósent, rétt tæpur þriðjungur, mjög brýnt að bæta kjörin og gaf svarið 10.
Enn fremur voru þátttakendur í könnuninni spurðir hverjar þær telja tekjur öryrkja( þ.e. óskertan örorkulífeyri) vera, hvað þeir telji æskilegt að óskertur örorkulífeyrir sé sem og um hvað myndi duga viðkomandi til framfærslu á mánuði ef viðkomandi missti starfsgetuna á morgun.
Að meðaltali svöruðu þátttakendur því að þeir telji óskertan örorkulífeyri 278.976 kr. eftir skatt, að æskilegar tekjur væru 388.650 og að þeir þyrftu sjálfir 466.259kr.
Mun fleiri leita til umboðsmanns skuldara
Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á vel sóttu málþingi ÖBÍ réttindasamtaka, Satt og logið um öryrkja, á Grand hótel í gær. Þar fóru fyrirlesarar einnig yfir raunverulegar tölur um kjör öryrkja, leiðréttu rangfærslur og fjölluðu um fordóma í garð fatlaðs fólks.