Í hádeginu áttu forsætisráðherra og utanríkisráðherra fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu.
Á fundinu var samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni ítrekuð en tilefni fundarins en einning var til umræðu formennska Íslands í Evrópuráðinu.

Þórdís Kolbrún er hér með Dmitro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu.
Katrín bauð Zelensky faðmlag að loknum fundi.

Fyrr í morgun höfðu þær Katrín og Þórdís heimsótt bæina Bucha og Borodianca þar sem innrásarher Rússa skyldi eftir sig töluverða eyðileggingu.

Þær stilltu sér báðar upp við sömu rústirnar, þess sem áður var fjölbýlishús.


Ráðherrarnir færðu íbúum blóm til tákns um samstöðu íslendinga með Úkraínu.

Bergþóra Benediktsdóttir aðstoðarmaður Katrínar og Þórlindur Kjartansson aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar voru með í för og tóku myndirnar sem voru birtar fyrst á Vísi.