Samfylkingin skiptir um merki og ætlar í ríkisstjórn

„Við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn,“ sagði Kristrún Frostadóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. „Og það er ekki vegna þess að við séum í vinsældakeppni eða vegna þess að okkur langi svo að sitja í ráðherrastólum — og nei, það er ekki vegna þess að við séum svo miklar keppnismanneskjur, eins og forsætisráðherra orðaði það núna á dögunum.“

Á sama fundi var kynnt nýtt merki Samfylkingarinnar. Í stað rauða punktsins sem hefur verið merki flokksins í ýmsum útfærslum er komin krata-rósin, sem er helsta merki sósíaldemókrata í heiminum ásamt hnefanum.

Alþýðuflokkurinn, sem er enn til og hefur Guðmund Árna Stefánsson, varaformann Samfylkingarinnar, sem formann, notaði rósina sem merki en hafði hnefann með, eins og sjá má á þessu 100 ára afmælismerki:

Fundur Samfylkingarinnar í dag er haldinn meðan flokkurinn er í miklu uppstreymi. Yfirskrift hans er Mætum til leiks. Kristrún segir það ákall til fólks, að það komi og taki þátt í undirbúningi flokksins til að taka við völdum.

„Því Samfylkingin er lögð af stað í leiðangur,“ sagði Kristrún, „við erum byrjuð að undirbúa okkur; undirbúa okkur fyrir verkefnin; undirbúa okkur til að taka við stjórn landsmálanna og leiða breytingar í íslensku samfélagi — fyrir fólkið sem hér býr, hinn almenna launamann, ósköp venjulega Íslendinga sem vita að við erum sterkari saman — að samkenndin og samhjálpin trompar einstaklingshyggjuna, og verður að taka við sem höfuðgildi ríkisstjórnar landsins.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí