Tæpur meirihluti skipstjóra og stýrimanna samþykktu
55 prósent félaga í Félagi skipstjórnarmanna samþykkti tíu ára kjarasamning sjómanna við Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en 43% vildu fella hann. Kjörsókn var 83 prósent svo minnihluti félagsmanna samþykkti samninginn.
Eins og fram hefur komið felldu sjómenn innan Sjómannasambandsins samninginn með miklum meirihluta. 67 prósent greiddu atkvæði gegn samningunum en 32 prósent vildu samþykkja hana. Meðal félaga innan Sjómannasambandsins var kjörsóknin 44 prósent.
Vélstjórar innan VM felldu samningin líka. Þar samþykktu 38 prósent samninginn og 60 prósent felldu. Kjörsókn var 76 prósent.
Staðan er þá sú að skipstjórar og stýrimenn hafa samþykkt samninginn en hásetar og vélstjórar ekki. Miðað við úrslitin var góður meirihluti áhafnarinnar andsnúin samningunum.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward