55 prósent félaga í Félagi skipstjórnarmanna samþykkti tíu ára kjarasamning sjómanna við Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en 43% vildu fella hann. Kjörsókn var 83 prósent svo minnihluti félagsmanna samþykkti samninginn.
Eins og fram hefur komið felldu sjómenn innan Sjómannasambandsins samninginn með miklum meirihluta. 67 prósent greiddu atkvæði gegn samningunum en 32 prósent vildu samþykkja hana. Meðal félaga innan Sjómannasambandsins var kjörsóknin 44 prósent.
Vélstjórar innan VM felldu samningin líka. Þar samþykktu 38 prósent samninginn og 60 prósent felldu. Kjörsókn var 76 prósent.
Staðan er þá sú að skipstjórar og stýrimenn hafa samþykkt samninginn en hásetar og vélstjórar ekki. Miðað við úrslitin var góður meirihluti áhafnarinnar andsnúin samningunum.