„Ég vona að nafn og andlit þessa barnanauðgara verði afhjúpað“

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, segir í pistli sem hún birti á Facebook að það sé ólíðandi að barnaníðingar njóti nafnleyndar. Ólína vísar til máls hinnar þrettán ára Filippu í Danmörku en 32 ára maður er í haldi lögreglu vegna hvarfs hennar. Hann er grunaður um að hafa ítrekað nauðgað henni.

Ólína segir það ólíðandi að hann njóti nafnleyndar meðan nafn Filippu sé á allra vörum. „Gerandinn sem rændi og nauðgaði 13 ára stúlku í Danmörku nýtur nafnleyndar og engar myndir eru birtar af honum. Reglum þar um mun hafa verið ætlað að hlífa þolendum, að sagt var, þegar þær voru settar á sínum tíma. Öfugsnúin eru þau rök, ef þið spyrjið mig, því stúlkan sem varð fyrir honum nýtur ekki meiri verndar en svo að nafn hennar og  andlit halda áfram að birtast í öllum fréttum  þó að hún sé fundin. Það er öll þolendatillitssemin,“ segir Ólína og bætir við að lokum:

„Ég vona að nafn og andlit þessa barnanauðgara verði afhjúpað þegar réttað hefur verið í málinu og sök hans sönnuð. Annað væri fáránlegt.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí