Meirihluti aðildarfélaga hefur samþykkt samninga

Félagsfólk í meirihluta aðildarfélaga BHM hefur nú gengið til atkvæða og samþykkt kjarasamninga við ríkið til 12 mánaða

Í lok mars náði viðræðunefnd BHM svokölluðu rammasamkomulagi við ríki til 12 mánaða um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Aðildarfélög BHM, sem eru 27 talsins, hafa síðan rætt við sína viðsemjendur um gerð nýrra kjarasamninga.

Undanfarið hafa félögin eitt af öðru undirritað samninga við ríki. Eftir undirritun fóru samningarnir í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki hvers og eins félags. Nú lliggur fyrir að samningar voru samþykkir í öllum tilvikum.

Félög sem hafa samþykkt kjarasamninga við ríkið:

 • Dýralæknafélag Íslands
 • Félag geislafræðinga
 • Félag háskólakennara
 • Félag háskólakennara á Akureyri
 • Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins
 • Félag Íslenskra félagsvísindamanna
 • Félag íslenskra hljómlistarmanna
 • Félag íslenskra náttúrufræðinga
 • Félag leikstjóra á Íslandi
 • Félag lífeindafræðinga
 • Félag sjúkraþjálfara
 • Félagsráðgjafafélag Íslands
 • Fræðagarður
 • Iðjuþjálfafélag Íslands
 • Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga
 • Ljósmæðrafélag Íslands
 • Sálfræðingafélag Íslands
 • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga
 • Stéttarfélag lögfræðinga
 • Þroskaþjálfafélag Íslands

Félög sem hafa samþykkt samning við sveitarfélög:

 • Dýralæknafélg Íslands

Önnur félög halda áfram viðræðum við sína viðsemjendur.

Frétt af vef BHM.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí