Þetta er kjarnorkukafbáturinn sem kom til Íslands – Ryðgaður og smíðaður 1982

Landhelgisgæslan birtir myndir á Facebook af bandaríska kjarnorkukafbátinum USS San Juan. Báturinn kom í þjónustuheimsókn á hafssvæðið norðvestur af Garðskaga. Báturinn er gamall, smíðaður árið 1982, en hér má lesa nánar um hann.

Landhelgisgæslan segir: „Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS San Juan kom í dag í stutta þjónustuheimsókn á hafssvæðið norðvestur af Garðskaga til að taka kost. Landhelgisgæsla Íslands leiddi framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið.

Varðskipið Þór fylgdi kafbátnum frá því að hann kom upp á yfirborðið við mörk landhelginnar og fylgdi honum á meðan á heimsókninni stóð. Móttaka kafbátsins var vel undirbúin og framkvæmd í samræmi við verklagsreglur sem unnar voru í náinni samvinnu fyrrgreindra stofnanna og utanríkisráðuneytisins. Vel gekk að flytja kostinn um borð í kafbátinn.“

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Landhelgisgæslan deilir á Facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí