Það sem RÚV nefnir ekki um Ekvadór

Nú í síðustu tveimur kvöldfréttum RÚV hefur verið fjallað um Ekvadór og versnandi ástand þar. En lítið fer fyrir því að útskýra fyrir áhorfendum hvað veldur þessari vargöld. Áhorfandi sem ekkert veit um landið gæti haldið að ástæðan sé ekki flóknari en að einhver bófi strauk úr fangelsi, en raunin er að sjálfsögðu flóknari. Að vísu er það ekki alveg satt, hún er ekki svo flókin, en þú þarft að leita heimilda utan vestrænna fjölmiðla, sem sjaldnast eru mjög gagnrýnir á Vesturveldin.

Ein slík heimild er Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, en hann þekkir sögu Ekvadór vel. Hann deilir átta ára færslu á Facebook þar sem hann sagðist vongóður um framtíð landsins. Í dag skrifar hann þó:

„Hér var skrifað um Ekvador fyrir 8 árum og sýndur raunsamanburður á stærð landsins borin saman við Ísland. Nú er allt í hers höndum í landinu eftir að það sveiflaði sér á pendúlnum til hægri og gerðist á ný undirlægja Bandaríkjastjórnar. Nú má sannarlega tala aftur um bananalýðveldi sérstaklega þegar erfingi ríkasta manns landsins sem auðgaðist á bananaviðskiptum, varð forseti. Sorgleg þróun því þarna býr að uppistöðu gott fólk. Eins og hér.“

Kristinn er ekki einn um að þekkja vel til Ekvadór en það á einnig við um Guðmund Auðunsson, sem áhorfendur Rauða borðsins ættu að þekkja. Hann skrifar: „Þetta er sérstaklega sorglegt þar sem undir stjórn Rafael Correa í 10 ár 2007-2017 urðu gífurlegar framfarir í landinu. Eftir að Lenin Moreno sveik kjósendur hefur allt farið til fjandans og landið á ný orðið undirlægja Bandaríkjanna.“

Kristinn segir þetta rétta greiningu og bætir við: „Hef verið í sambandi við Correa í útlegðinni. Hann var einlægur framfarasinni sem forseti og hans áratugur ár relatívs stöðugleika. Lenin Moreno er drullusokkur af verstu sort. Hann sveik Julian í hendur Bandaríkjamanna fyrir nokkurra milljarða dollara fyrirgreiðslu sem US tryggði hjá IMF og world Bank.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí