Félagsbústaðir hafa engar upplýsingar um það álag sem byggingarverktakar leggja á hverja íbúð ætlaða félagslegri búsetu. Félagsbústaðir greiða verktökum 583.000kr á hvern fermeter. Samkvæmt reiknivél Hagstofunnar var byggingarkostnaður í apríl á þessu ári 283.544 kr. Miðað við þessar upplýsingar eru verktakar að skila yfir 100% hagnaði á því að selja Félagsbústöðum íbúðir.
Sósíalistar sendu fyrirspurn í umhverfis- og skipulagsráð um það hvort Félagsbústaðir byggju yfir upplýsingum um byggingarkostnað verktaka við uppbyggingu á íbúðum ætluðum Félagsbústöðum. Með því að fá upplýsingar um byggingarkostnað væri þannig hægt að sjá hversu mikill álagskostnaðurinn væri.
Í svari sem barst 3. maí sl. frá framkvæmdastjóra Félagsbústaða við fyrirspurninni kom fram að þau hefðu engan aðgang að slíkum upplýsingum. Það væri Reykjavíkurborg sem semdi um verð við úthlutun lóða.
Á hvaða grunni Reykjavíkurborg byggir kaupsamninga við verktakana á er því óljóst fyrst engar upplýsingar eru til staðar um áætlaðan byggingarkostnað.