Enn hækkar Seðlabankinn vextina – nú um 1,25 prósentur

Peningamálanefnd Seðlabankans hefur hækkað stýrivexti bankans upp í 8,75%, um 1,25 prósentur í einu stökki. Vextir á Íslandi eru nú hæstir í okkar heimshluta þó víða sé verðbólga meiri. Hækkunin mun grafa enn frekar undan lífskjörum skuldugra heimila sem hafa óverðtryggð lán, ofan á þau áhrif sem verðbólgan hefur haft. Seðlabankinn hefur nú hækkað vexti þrettán sinnum án þess að það dragi úr verðbólgu.

Jafnframt hækkaði nefndin fasta bindiskyldu innlánsstofnana úr 1% í 2%.

„Efnahagsumsvif hafa verið kröftug það sem af er ári og samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er spáð 4,8% hagvexti á árinu í stað 2,6% í febrúar. Þar vega horfur á meiri vexti innlendrar eftirspurnar þungt en einnig er útlit fyrir kröftugri umsvif í ferðaþjónustu,“ segir í áliti nefndarinnar.

„Verðbólga mældist 9,9% í apríl og jókst lítillega milli mánaða. Undirliggjandi verðbólga heldur áfram að aukast og miklar verðhækkanir mælast í sífellt stærri hluta neyslukörfunnar. Útlit er fyrir að verðbólguþrýstingur verði töluvert meiri í ár og á næsta ári en áður var gert ráð fyrir.

Verðbólguvæntingar til lengri tíma hafa jafnframt hækkað og eru vel yfir markmiði. Aukin hætta er því á að verðbólga reynist þrálát.

Í ljósi þess er nauðsynlegt að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar. Einkum er mikilvægt að koma í veg fyrir víxlverkun hækkandi launa og verðlags, sérstaklega þegar litið er til mikillar spennu í þjóðarbúinu og hversu stutt er í næstu kjarasamningalotu. Horfur eru því á að hækka þurfi vexti enn meira til að tryggja betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum og koma verðbólgu í markmið,“ útskýrir nefndin.

Eins og áður sagði eru vextir á Íslandi háir í samanburði við okkar heimshluta. Það má sjá í töflunni hér að neðan:

LöndVextirVerðbólgaRaunvextir
Brasilía13,75%4,2%9,2%
Ungverjaland13,00%24,0%-8,9%
Mexíkó11,25%6,3%4,7%
Chile11,25%9,9%1,2%
ÍSLAND8,75%9,9%-1,0%
Tyrkland8,50%43,7%-24,5%
Suður Afríka7,75%7,1%0,6%
Rússland7,50%2,3%5,1%
Tékkland7,00%12,7%-5,1%
Pólland6,75%14,7%-6,9%
Indónesía6,50%4,3%2,1%
Indland6,50%4,7%1,7%
Sádi Arabía5,50%2,7%2,7%
Bandaríkin5,25%4,9%0,3%
Nýja Sjáland5,25%6,7%-1,4%
Ísrael4,75%5,0%-0,2%
Kanada4,50%4,4%0,1%
Bretland4,50%10,1%-5,1%
Ástralía3,85%7,0%-2,9%
Evrusvæðið3,75%8,1%-4,0%
Kína3,65%0,1%3,5%
Suður Kórea3,50%3,7%-0,2%
Svíþjóð3,50%10,5%-6,3%
Noregur3,25%6,4%-3,0%
Danmörk3,00%5,3%-2,2%
Sviss1,50%2,6%-1,1%
Japan-0,10%3,5%-3,5%

Víðast í kringum okkur eru raunvextir stýrivaxta neikvæðir og mun meira en á Íslandi. Ísland er líkara skuldugum nýmarkaðsríkjum sem reyna að halda uppi vöxtum til að halda aftur af fjárflótta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí