Svona var stemmingin í miðbænum í dag: „Mér líður eins og einhver sé að fara skjóta mig í andlitið“

Fréttamenn Samstöðvarinnar tóku rölt niður Lækjargötu til að athuga með stemninguna á Leiðtogafundinum sem hófst í Hörpu í dag. Mjög fáir gangandi vegfarendur voru á ferð, götur girtar af og lögreglubílar sátu á víð og dreif um svæðið. Annað slagið þutu fram hjá rándýrir Audi jeppar með sendiferðabílum á eftir sér og einstaka einkaþota flaug yfir okkur. Þetta var líkt og að vera einn á vappi mjög snemma morguns á hásumri fyrir utan þá áþreifanlegu spennu sem var í loftinu. 

Fréttamenn tóku upp síma til að mynda bílana sem þutu annað slagið hjá og tóku eftir að við það spenntust lögreglumennirnir eilítið upp. Leyniskyttur höfðu, bersýnilega, komið sér fyrir ofan á húsi Seðlabankans og Hörpu. Vopnaðir lögreglumenn trygðu að vegurinn að Hörpu væri lokaður. Fréttamenn tóku nokkrar myndir frá Arnarhóli undir öruggu sjónmáli leyniskyttanna en innan skamms nálguðust tvær íslenskar löggur með vélbyssur og vildu fá kennitölur fréttamannanna. 

Vopnaður lögreglumaður

Það var ágætis tónn í þeim en þó fann maður að töluverð spenna var í loftinu. Drónar á vegum lögreglunnar tóku á flug þegar við löbbuðum í burt og tveir ungir strákar, ekki meira en tíu eða tólf ára, hjóluðu upp að okkur. „Mér líður eins og einhver sé að fara skjóta mig í andlitið“ sagði einn og sagðist hræddur.

Fréttamenn geta staðfest að það var nokkuð óþægilegt að vera undir taugastrekktu eftirliti leyniskyttanna á þessum annars fína degi.

Hér fylgja nokkrar myndir og myndskeið sem voru tekin í dag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí