Gagnrýnandi Nató fær málfrelsisverðlaun í Noregi

Rússlandsfræðingurinn Julie Wilhelmsen fékk hin árlegu verðlaun málfrelsissjóðsins Frjálst orð í Noregi fyrir kjark og elju í gegnrýni á stefnu Nató og Bandaríkjanna í Austur-Evrópu. Wilhelmsen hefur bent á hvernig útþenslustefna Nató gróf undan friði og öryggi í austurhluta álfunnar. Og hefur verið úthrópuð sem Pútinisti fyrir vikið.

Þetta er virt og viðurkennd verðlaun í Noregi. Þau hafa verið veitt árlega síðan 1976 fólki sem notað hefur málfrelsi sitt til að standa gegn meginstraumnum og varið með því rétt fólks til tjáningar. Í fyrra fékk rússneski vefurinn Meduza verðlaunin. Greta Thunberg fékk þau fyrir fáum árum. Blaðamenn, fréttamenn, fræðafólk og þau sem beita sér í umræðunni eða fletta ofan af spillingu og misbeitingu valds eru meðal handhafa þessara verðlauna.

Hart hefur verið sótt að Julie Wilhelmsen fyrir gagnrýni hennar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í Austur-Evrópu, sem jafnframt er stefna Nató. Hún hefur verið sökuð um að ganga erinda Pútin og Rússa, sem er hjákátlegt því hún var úrskurðuð sem persona non grata í Rússlandi árið 2015 fyrir skrif hennar um stríðið í Tétséníu.

Gagnrýni Wilhelmsen snýr að því að útvíkkun Nató til austurs hafi grafið undan öryggi á svæðinu. Ljóst hafi verið að þessi stefna myndi leiða til viðbragða rússneskra stjórnvalda.

Myndin er af Grete Brochmann formanni Fritt Ords afhenda Julie Wilhelmsen verðlaunin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí