„Baby boomers” kynslóð eftirstríðsáranna er að falla frá en þessi kynslóð heldur á rúmlega helming auðs þjóðarinnar. Frá þessu greinir New York Times
73 milljón „baby boomers” eru í Bandaríkjunum í dag en þeir yngstu eru að verða 60 ára gamlir. Þeir elstu eru að nálgast níræðisaldurinn. Þetta er kynslóðin sem var að fæðast um miðja síðustu öld þar sem fæðingartíðni var gríðarlega há og hagvöxtur í Bandaríkjunum mjög mikill. Nú er þessi kynslóð að hverfa frá og munu börn þeirra erfa þessi gríðarlegu auðæfi. Skipting þeirra auðæfa er mjög ójöfn.
Flestir munu skilja eftir nokkur þúsund dollara, margir íbúðir eða hús en sumir hreinlega ekki neitt. Aðrir skilja svo eftir hundruð þúsunda, milljónir eða milljarða bandaríkjadala.
Árið 1989 var samanlagður auður allra fjölskyldna um 38 trilljón dollara á núvirði. Árið 2022 hefur sá auður þrefaldast í 140 trilljónir. „Baby boomer” kynslóðin á um helming þeirra auðæfa. Af þeim 84 trilljón dollurum sem eru áætlaðir til að erfast til þúsaldarkynslóðarinnar og kynslóðar „x” munu í kringum 16 trilljónir erfast á næstu 10 árum.
Ríkustu 10% fjölskylda munu taka lang mest af auðæfunum en ríkasta 1% á álíka mikið og neðstu 90%. Neðri 50% munu einungis sjá 8% af þessum 16 trilljón dollurum sem er áætlað að muni erfast á næstu 10 árum.