Formaður Sjúkraliðafélags Íslands gagnrýnir kynbundið misrétti

Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, skrifar grein í Vísi í dag, á kvenréttindadaginn, þar sem hún gagnrýnir kynbundið misrétti í starfsstétt sjúkraliða. Bendir hún á að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, þar sem 97% eru konur og meðalaldur stéttarinnar er í kringum 50 ár.

Formaðurinn bendir á að konur búa enn við mikið kynbundið launamisrétti nú, sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi.

Gagnrýnir hún aðgerðaleysi stjórvalda í þessum málum, og bendir á að vel sé hægt að eyða þessum launamun ef viljinn væri fyrir hendi.

Eins og hún segir sjálf í niðurlaginu:

Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt.

Greinina má lesa hér: Kynbundið misrétti á jafnréttisparadísinni Íslandi

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí