Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, skrifar grein í Vísi í dag, á kvenréttindadaginn, þar sem hún gagnrýnir kynbundið misrétti í starfsstétt sjúkraliða. Bendir hún á að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins, þar sem 97% eru konur og meðalaldur stéttarinnar er í kringum 50 ár.
Formaðurinn bendir á að konur búa enn við mikið kynbundið launamisrétti nú, sextíu árum eftir að launajafnrétti var leitt í lög á Íslandi.
Gagnrýnir hún aðgerðaleysi stjórvalda í þessum málum, og bendir á að vel sé hægt að eyða þessum launamun ef viljinn væri fyrir hendi.
Eins og hún segir sjálf í niðurlaginu:
Við hjá Sjúkraliðafélagi Íslands höfum bent á að nú sé tíminn til að gera „kvenna-kjarasamninga“. Kjarasamninga sem leiðrétta þetta óréttlæti. Á mannamáli er þetta leiðrétting sem þýðir laun hefðbundinna kvennastétta hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum. Þetta þýðir ekki að laun kvenna verði hærri en laun karla heldur einungis jöfn. Þessi leið er ekki einungis sanngjörn heldur er hún einnig hagkvæm fyrir samfélagið allt.
Greinina má lesa hér: Kynbundið misrétti á jafnréttisparadísinni Íslandi