Hádegisfundur á morgun með ísraelska blaðamanninum Gideon Levy

Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Palestínu og þá einnig Ísrael? Verður ekkert lát á ófriði og mannréttindabrotum? 

Gideon Levy hefur gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld harðlega um áratugaskeið og margsinnis greint frá mannréttindabrotum Ísraels. Hann var dreginn í ísraelska herinn 1974 og vann þá sem fréttamaður fyrir útvarp ísraelska hersins. Frá 1978 til 1982 vann hann sem aðstoðarmaður Shimon Peres, sem var þá leiðtogi Ísraelska verkamannaflokksins. Árið 1982 byrjar hann að skrifa fyrir blaðið Haaretz. 

Kynntist raunveruleika vesturbakkans snemma á ævinni

„Þegar ég byrjaði fyrst að færa fréttir frá vesturbakkanum fyrir Haaretz var ég ungur og heilaþvoður.” sagði hann í viðtali árið 2009. „Ég sá landnema skera niður tré og hermenn misþyrma palestínskum konum við vegtálma og ég hugsaði ‘þetta eru frávik, ekki partur af stefnu ríkisins’. Það tók mig langan tíma að átta mig á því að þetta voru engin frávik – þetta var stefna ísraelskra stjórnvalda.”

Það má með sanni segja að Gideon hafi reynslu sem mikilvægt er að læra af. Efni fundarins í Safnahúsinu á Hverfisgötu klukkan 12 á morgun er um hvað umheimurinn getur gert, hver skoðun Gideons er á efnahagsþvingunum gagnvart Ísrael, fjárfestingarbanni og um siðferðina á bak við það að listamenn heimsæki Ísrael.

Fundurinn fellur inn í fundaröðina Til róttækrar skoðunar og er til hans boðað í samvinnu við félagið Ísland Palestína. Hjálmtýr Heiðdal flytur ávarp á fundinum, fer yfir stöðu mála og ræðir hvað Íslendingum beri að gera.

Tilkynning barst af vef Ögmundar Jónassonar

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí