Ríkisstjórnin kynnti á dögunum aðgerðir til að draga úr verðbólgu og hluti af þeim eru auknar álögur á ferðaþjónustu. Þessar auknu álögur virðast eiga vera fyrst og fremst í formi álagningar á skemmtiferðaskip og endurupptöku gistináttagjalds. Fjölmiðillinn Túrist.is bendir á verulegir vankantar hafi verið á gistináttagjaldinu, sem hafi verið séríslenskt og ekki gert mun á svefnpokaplássi og svítu.
Túristi bendir á að ef Frakkar færu íslensku leiðina þá væru tekjur þeirra af ferðaþjónustu margfalt minni. Þar, líkt og víðast, er þrepskiptur gistináttaskattur. Hinn íslenski gistináttaskattur virkar þannig að sá sem gistir eina nótt á íslensku tjaldsvæði borgar 100 krónur í gjaldið. Fjórir gestir sem gista eina nótt í dýrustu svítu landsins, deila með sér gistináttagjaldinu og borga því 25 krónur hver.
Þetta fyrirkomulag þekkist hvergi í heiminum nema á Íslandi, að sögn Túrista. Í öðrum löndum er algengast að hver og einn sé rukkaður um gistináttagjald og ræðst upphæðin af gæðunum. Þannig borga fjórir ferðamenn í svítu París í dag um 15 evrur eða 2300 krónur í gistináttagjald meðan sá sem sefur í svefnpoka borgar eina evru, eða um 150 krónur.