Íslenska gistináttagjaldið jafnhátt óháð því hvort gist sé í svítu eða svefnpoka

Ríkisstjórnin kynnti á dögunum aðgerðir til að draga úr verðbólgu og hluti af þeim eru auknar álögur á ferðaþjónustu. Þessar auknu álögur virðast eiga vera fyrst og fremst í formi álagningar á skemmtiferðaskip og endurupptöku gistináttagjalds. Fjölmiðillinn Túrist.is bendir á verulegir vankantar hafi verið á gistináttagjaldinu, sem hafi verið séríslenskt og ekki gert mun á svefnpokaplássi og svítu.

Túristi bendir á að ef Frakkar færu íslensku leiðina þá væru tekjur þeirra af ferðaþjónustu margfalt minni. Þar, líkt og víðast, er þrepskiptur gistináttaskattur. Hinn íslenski gistináttaskattur virkar þannig að sá sem gistir eina nótt á íslensku tjaldsvæði borgar 100 krónur í gjaldið. Fjórir gestir sem gista eina nótt í dýrustu svítu landsins, deila með sér gistináttagjaldinu og borga því 25 krónur hver.

Þetta fyrirkomulag þekkist hvergi í heiminum nema á Íslandi, að sögn Túrista. Í öðrum löndum er algengast að hver og einn sé rukkaður um gistináttagjald og ræðst upphæðin af gæðunum. Þannig borga fjórir ferðamenn í svítu París í dag um 15 evrur eða 2300 krónur í gistináttagjald meðan sá sem sefur í svefnpoka borgar eina evru, eða um 150 krónur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí