Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fór yfir stöðu Julian Assange við Rauða borðið í gær. Kristinn segir að staðan sé nöturleg og óttast hann um líf Assange. Hann segir að örlög Assange ráðist á næstu vikum.
„Staðan í málinu hans Julian Assange er þessi: á dögunum fékk hann svar, eftir að hafa beðið eftir því svari í næstum því níu mánuði, frá áfrýjunardómi í Lundúnum frá High Court, að hann hefði ekki heimild til að áfrýja sínu máli til réttarins. Þá var ákveðið að biðja um áfrýjun á grundvelli þrettán liða, mjög veigamikilla allra, en áfrýjunarrétturinn. Það er þessi eini dómarinn sem leit svo á, miðað við snöggsoðið og einkennilega orðað yfirlit í sínum úrskurði að hann ætti engan rétt á því að áfrýja þessum þessum liðum. Það væri enginn grundvöllur fyrir því. Þetta er fáheyrt að menn fái ekki tækifæri í svo veigamiklu máli til að flytja mál sitt til áfrýjunarréttar og biðjum réttlæti þar,“ segir Kristinn.
Kristinn segir að öll sund séu að lokast í Bretlandi fyrir Assange. „Það gefur Julian einungis einn möguleika eftir núna í þessu réttarkerfi í Bretlandi. Það er að fara fram á endurskoðun á þessu í raun með því að biðja að nýju til áfrýjunarréttarins um að fá heimild til áfrýjunar og þá fer málið til tveggja dómara. Hins vegar ákvað þessi eini dómari að takmarka hvað Julian geti lagt fram, leggur það fyrir lögmenn Julian að þeir megi einungis setja fram skýrslu upp á tuttugu blaðsíður, sem er náttúrlega ákaflega knappt miðað við umfang málsins og að þeir fái einungis hálftíma til að flytja mál sitt í munnlegum málflutningi í réttarsal. Fyrir framan þessa tvo dómara, sem leggja línurnar um það hvernig Julian getur sótt um svona annað álit hjá áfrýjunarréttinum, er einnig ótrúlega einkennilegt að takmarka þennan möguleika. Það gefur okkur ekki mikla von um að þessir tveir dómarar, sem heyra þá þessa beiðni að nýju, muni snúast gegn þessu upphaflega áliti Justice Swift, sem er fyrrverandi lögmaður ríkisins, sá dómari sem úrskurðaði í málefnum hælisleitenda sem átti að nauðungarflytja til Rúanda, mál sem núna eru stopp vegna þess að Mannréttindadómstóll Evrópu blandaði sér inn í það mál og fór fram á það að þess verði ekki framfylgt fyrr en Mannréttindadómstóll Evrópu í St Nú ef fram fer sem horfir gæti þetta mál þess vegna verið úr sögunni í bresku réttarkerfi innan nokkurra vikna, það er að segja í næsta mánuði fyrir réttarhlé, þá verði búið að ákveða það, að hafna alfarið beiðni Julians um áfrýjun. Hann fær ekki áfrýjunarleyfi og þar með eru öll sund lokuð,“ segir Kristinn.
Hann segir ein af fáum vonarglætum Assange sé að Mannréttindadómstóll Evrópu taki mál hans fyrir. „Í því tilfelli þá er eina vonarglætan til að stöðva þetta framsal til Bandaríkjanna, að fara fram á skyndiinngrip frá Mannréttindadómstól Evrópu. Þeir geta það ef þeir sjá að líf og heilsa er í húfi, til að mynda, sem sannarlega er og óumdeilt, miðað við þann vitnisburð sem hefur verið lagður fram í bresku réttarsölunum og hefur ekki verið hafnað. Það er að segja að lífi hans sé hreinlega hætta búin ef hann er framseldur, ef ákvörðun er tekin um framsal. Í því tilfelli getur Mannréttindadómstóll Evrópu gert það eins og í Rúnardamálinu á grundvelli reglu númer 39, farið fram á það við bresk stjórnvöld að þau fresti réttaráhrifum framsalsins þangað til að rétturinn hefur fjallað um málið,“ segir Kristinn.
Hann segir að þó að Mannréttindadómstóll Evrópu grípi inn í málið þá þýði það ekki að Assange sé hólpinn. „Hins vegar er ekkert gefið í þessu máli og það hefur gerst áður í sögunni að bresk stjórnvöld hunsa algerlega beiðnir frá Strassburg. Núna er andúðin gegn Mannréttindadómstól Evrópu þvílík að menn vilja rifta samningnum eða þátttöku sinni í þessum samningi um dómstólinn, fara út úr honum. Allt er gert á grundvelli uppstrílaðra fullyrðinga um að þarna sé vegið að fullveldi, rökum sem Íslendingum ættu að vera að góðu kunn, þetta eru rökin sem heyrðust töluvert þegar rassskellingarnar hafa komið frá Strassborg gagnvart íslenskum stjórnvöldum,“ segir Kristinn.
Hann segist óttast um líf Assange miðað við stöðuna í dag. „Þetta er staðan og hún er býsna nöturleg og örlög Julian gætu verið að ráðast núna á næstu vikum. Ef ekki verður mikil breyting mundi ég ætla að þá gæti hann verið kominn upp í fangaflugvél á leið til Bandaríkjanna núna eftir nokkrar vikur og þar bíður hans ekkert nema nánast fullvissa um einangrunarvist í fangelsi þangað til það er réttað í hans máli, eftir tvö til þrjú ár og í réttarsal, þar sem ekki er einasti möguleiki að fá réttlæti þegar menn Við erum að tala um réttarsal sem fjallar iðulega um ákæru á grundvelli njósnalöggjafarinnar í seinni tíð og þar er sakfellingarhlutfallið 100 prósent. Þannig að útlitið er mjög dökkt og ég óttast mjög um líf Julian Assange.“
Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Kristinn í heild sinni.