Gegn ritskoðunar-iðnaði sem styður við og stjórnast af hagsmunum þeirra sem fóðra stríð

Stella Assange

Listakademían í Berlín veitti Julian Assange í dag hin virtu Konrad-Wolf verðlaun fyrir mikilvæga mannréttindabaráttu. Kona hans Stella tók við verðlaununum fyrir hans hönd.  

Í frétt frá Pressenza segir að verðlaunin séu mikilvæg þar sem baráttan fyrir frelsun Assange úr fangelsi sé tilviljanakennd og ekki markviss en á hinn bóginn sé innræting skoðana gegnum fjölmiðla mjög markviss á vorum tímum og bæði McCarthyismi og Kalda stríðið í gangi. Vesturlönd fordæma stríð annarra þjóða en um þeirra eigin þátttöku í þessum stríðum ríki að mestu þögn. Í síðustu viku hafi Julian náð að skrifa undir yfirlýsingu sem kallast “Westminster Declaration“ sem um 140 blaðamenn, aðgerðarsinnar og mannréttindasinnar til hægri og vinstri í pólitík hafi skrifað undir.

Vestrænar þjóðir sem fóðra stríð með vopnasölu hagnast best á því að þagga niður friðarviðræðu

Yfirlýsingin fjallar um mikilvægi tjáningarfrelsis okkar og þess að við séum vakandi gagnvart ritskoðunar-iðnaðnum sem sé orðinn mun öflugri en við áttum okkur á. Að við verðum að berjast fyrir frjálsri tjáningu án ritskoðunar ef við viljum að raddir um frið muni heyrast. Því hinar vestrænu þjóðir sem fóðra stríðin með vopnasölu hagnast best á því að þagga niður friðarviðræður.

Óttinn er óvinurinn og allt hefur áhrif

Í viðtali Vasco Esteves við Stellu Assange sem fylgir fréttinni er hún spurð hvað hún hafi lært um sjálfa sig í viðleitni sinni til að breyta kerfinu. Hún segir að henni hafi lærst að óttinn sé okkar helsti óvinur. Að við verðum að berjast fyrir því sem við trúum að sé mikilvægt án ótta. Við verðum að halda áfram að tjá okkur án ótta, tjá okkur í frelsi. Hún segir að margir séu sammála henni um mikilvægi þess að maðurinn hennar verði frjáls, ekki bara hans vegna heldur vegna tjáningarfrelsisins sjálfs. Hún segist vera að átta sig æ skýrar á því hve miklu máli skipti það sem hver og einn gerir til þess að halda opinni tjáningarleið okkar, og allt skipti þar máli, bæði lítið og stórt. Við höldum kannski að það skipti engu máli lengur hvað við segjum eða segjum ekki, en ég held að það skipti einmitt sköpum. Það hefur allt áhrif. Og við getum verið hluti af breytingunni. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí