Reykjavíkurborg búin að gefast upp á að halda úti leikskólum

 „Mér sýnist á fréttum að Reykjavíkurborg sé búin að gefast upp á verkefni sínu að byggja upp og halda úti leikskólum þegar fæðingarorlofi sleppir. Nú á að endurreisa dagforeldrakerfið — það er töfralausnin. Röksemdirnar eru ekki sóttar til stefnumótunar um hvað hentar best fyrir börn, fjölskyldur og samfélag, heldur bara til þeirrar staðreyndar að borginni — og flestum ef ekki öllum stærri sveitarfélögum — hefur mistekist að byggja upp leikskólastig fyrir öll börn.“

Þetta segir Halla Gunnarsdóttir, formaður efnahags- og skattanefndar ASÍ og stjórnarkona í VR, í pistli á Facebook. Hún, líkt og svo margir, stendur nú frammi fyrir algjörri óvissu um barn hennar kemst á leikskóla. „Við erum með eins árs gamalt barn, fæðingarorlofinu er lokið og foreldrarnir eiga að heita í fullri vinnu. Við höfum ekki hugmynd um hvenær dóttir okkar kemst á leikskóla. Engin von er til að hún komist að á borgarleikskólum og þótt við séum á biðlista hjá einkareknum ungbarnaleikskóla þá fáum við engin svör þar um hvenær mögulegt er að pláss losni. Hvers vegna? Því börnin sem eiga að fara þaðan yfir á almenna leikskóla hafa ekki fengið svör um hvenær þau komast inn og svo er fjöldinn af börnum sem ætti að fara en fær ekki pláss,“ segir Halla og heldur áfram:

„Einhvern veginn tekst að halda úti grunnskólum og taka þar við öllum börnum sem njóta þeirra réttinda að ganga í skóla. Er kannski hægt að læra að því til að tryggja að leikskólastigið virki?“

Hún bætir svo við í eftirskrift að hún afþakki þau rök að börn eigi að vera með foreldrum sínum fyrstu árin. „ps. Þetta innlegg er ekki ætlað til þess að fólk segi mér að börnum sé fyrir bestu að vera með foreldrum sínum til tveggja eða þriggja ára aldurs. Um það er hægt að deila, en þar fyrir utan þá búum við í samfélagi þar sem konur eru á vinnumarkaði. Leikskólar eru menntastofnanir (og magnaðir sem slíkir) en þeir eru líka staðurinn sem börnin dvelja á meðan foreldrar vinna. Ef við ætlum að breyta þessu þá þurfum við að byrja á öðrum enda en að láta foreldra ungra barna lifa við óvissu, stress og afkomuótta á viðkvæmu tímabili lífsins.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí