Nær eingöngu þeir ríku myndu finna fyrir róttækum aðgerðum í loftslagsmálum

Samkvæmt nýrri rannsókn, sem birt var í dag í vísindatímaritinu Joule, þá myndu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum ekki koma til með að valda langflestu fólki neinum teljanlegum efnahagslegum skaða.

Ef stemma eigi stigu við loftslagsbreytingum og reyna að forðast miklar náttúruhamfarir á næstu árum og áratugum, þá er nauðsynlegt að skera róttækt mikið niður í notkun jarðefnaeldsneyta undireins – og hætta notkun þeirra alfarið á næstu örfáu áratugum. Það er einfaldlega ekki um annað ræða ef takast eigi að forðast allra verstu áhrifin, sem vísindamenn hafa ítrekað greint sem katastrófur á ólýsanlegum skala.

Hinsvegar, þá hafa gagnrýnendur aðgerða í loftslagsmálum ítrekað komið með þau rök að slíkar aðgerðir myndu hafa gríðarlega neikvæð efnahagsleg áhrif á almenning. Benda þeir á að svo róttækur niðurskurður í notkun jarðefnaeldsneytis myndi hafa svo mikil áhrif á efnahag heimsins, að afleiðingin yrði mikill samdráttur – sem vinnandi fólk myndi einna helst þurfa að bera kostnaðinn af.

Rannsóknin sem birt var í dag kemst þó að þeirri niðurstöðu að slíkar aðgerðir myndu lítil sem engin áhrif hafa á efnahag yfirgnæfandi meirihluta fólks. Kostnaðurinn myndi að nánast öllu leyti lenda á miklum minnihluta – þeirra allra ríkustu.

Samkvæmt rannsókninni myndi 2/3 af fjárhagslega tapinu lenda á hinum ríkustu 10%. Á sama tíma bendir hún á að það litla tap sem myndi skella á hina er eitthvað sem ríkið væri ekki í neinum vandræðum með að bæta þeim upp með markvissum mótvægisaðgerðum.

Með öðrum orðum: þeir einu sem hafa eitthvað að óttast fjárhagslega útaf róttækum aðgerðum í loftslagsmálum eru þau allra ríkustu. Meirihluti almennings hefur nákvæmlega ekkert að óttast í þessum málum, samkvæmt þessari nýju skýrslu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí