Samkvæmt nýrri rannsókn Oxfam og Action Aid, sem þau unnu í sameiningu, þá er hagnaður 722 stærstu fyrirtækja heims yfir trilljón bandarískra dollara á ári. Þetta er meira en þjóðarframleiðsla flestra landa í heiminum, en hér er um að ræða hreinan hagnað sem rennur beint í hendur einkaaðila.
Fyrirtækin sem um er að ræða eru stærstu banka- lyfja og matvælafyrirtæki heims, ásamt öðrum, en skýrslan bendir á að þau hafi haft 1,09 trilljóna dollara hagnað einungis á árinu 2021, og 1,1 trilljón árið á eftir.
Rannsóknin kallar eftir gríðarlegum aukningi í skattlagningu á fyrirtækin sem um ræðir, í þeim tilgangi að stemma stigu við þessari þróun. Skýrslan bendir einnig á að á 28 sekúndna fresti deyr einhver úr hungri að meðaltali. Hagnaður matvælafyrirtækjana einungis er meira en tvöfalt meiri en nægir til að binda enda á hungursneyð í heiminum.
Skýrslan beinir þó helst sjónum að olíu- og gasframleiðslufyrirtækjum, og leggur til að þau ætti að skattleggja 90% – í þeim tilgangi að stemma stigu við þeim félagslegu og hnattrænu vandamálum sem af framleiðslunni stafar.
Amitabh Behar, einn æðsti stjórnandi Oxfam, sagði í tilkynningu að stórfyrirtækin væru að gaslýsa alla heimsbyggðina, steypandi milljónum manna í fátækt, á meðan að þau velta endalausum milljónum.