722 stærstu fyrirtæki heims velta meiru en flest lönd

Samkvæmt nýrri rannsókn Oxfam og Action Aid, sem þau unnu í sameiningu, þá er hagnaður 722 stærstu fyrirtækja heims yfir trilljón bandarískra dollara á ári. Þetta er meira en þjóðarframleiðsla flestra landa í heiminum, en hér er um að ræða hreinan hagnað sem rennur beint í hendur einkaaðila.

Fyrirtækin sem um er að ræða eru stærstu banka- lyfja og matvælafyrirtæki heims, ásamt öðrum, en skýrslan bendir á að þau hafi haft 1,09 trilljóna dollara hagnað einungis á árinu 2021, og 1,1 trilljón árið á eftir.

Rannsóknin kallar eftir gríðarlegum aukningi í skattlagningu á fyrirtækin sem um ræðir, í þeim tilgangi að stemma stigu við þessari þróun. Skýrslan bendir einnig á að á 28 sekúndna fresti deyr einhver úr hungri að meðaltali. Hagnaður matvælafyrirtækjana einungis er meira en tvöfalt meiri en nægir til að binda enda á hungursneyð í heiminum.

Skýrslan beinir þó helst sjónum að olíu- og gasframleiðslufyrirtækjum, og leggur til að þau ætti að skattleggja 90% – í þeim tilgangi að stemma stigu við þeim félagslegu og hnattrænu vandamálum sem af framleiðslunni stafar.

Amitabh Behar, einn æðsti stjórnandi Oxfam, sagði í tilkynningu að stórfyrirtækin væru að gaslýsa alla heimsbyggðina, steypandi milljónum manna í fátækt, á meðan að þau velta endalausum milljónum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí