Bandaríkjastjórn hlustar ekki á Ástrala varðandi Assange

Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafnar tilraunum áströlsku ríkisstjórnarinnar til að fá Bandaríkin til að hætta að reyna að fá Julian Assange, stofnanda Wikileaks, framseldan til sín. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Blinken og Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu.

Blinken var staddur í Ástralíu til að ræða við áströlsk stjórnvöld um varnarmál, en Ástralía er einn nánasti bandamaður Bandaríkjanna í austrinu þegar kemur að varnarmálum. Fundurinn átti sér stað í Brisbane.

Á fundinum staðfesti Blinken að áströlsk stjórnvöld hafa ítrekað borið þetta mál á góma við Bandaríkin, og að þrátt fyrir að Blinken sagði að hann skyldi áhyggjur Ástrala þegar kæmi að Assange, þá geti bandarísk yfirvöld ekki orðið að þeirri kröfu þar sem að Assange sé sekur um of alvarleg brot gegn Bandaríkjunum.

Á blaðamannafundinum var einnig tilkynnt að Bandaríkin myndu auka töluvert ferðir kjarnorku kafbáta til Ástralíu, ásamt herþotum og herskipum. Bandaríkin munu einnig styðja Ástralíu í að koma sér upp eigin framleiðslu á langdrægum eldflaugum innan tveggja ára.

Julian Assange dvelur nú í Belmarsh fangelsinu í London, þar sem hann bíður eftir að framsalskrafa Bandaríkjanna nái í gegn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí