Birgir Þórarinsson, sem bauð sig fram fyrir Miðflokkinn en yfirgaf flokkinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn strax eftir kosningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að ástæðan fyrir fjölda flóttamanna frá Venesúela sé kærunefnd útlendingamála. Hann segist neita að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á fjölda þeirra, líkt og hefur margoft komið fram.
Fjölgunina má rekja beint til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þá utanríkisráðherra,um að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa dvalarleyfi á Íslandi á sama hátt og ríkisborgurum Úkraínu, ólíkt nágrannaþjóðum okkar sem meta ástandið í Venesúela ekki á sama hátt. Allir frá Venesúela eru því hér í boði Sjálfstæðisflokksins. Allir fá sjálfkrafa og skilyrðislausa vernd, þó fæstir telji ástæðu til þess.
Birgir neitar að trúa þessu, að eigin sögn. „Ábyrgðin liggur hjá kærunefnd útlendingamála Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, sagði fyrir skömmu að Sjálfstæðisflokkurinn bæri ábyrgð á stöðunni í útlendingamálum. Þessi ummæli bera vott um að Þorsteinn átti sig ekki á hvernig hælisleitendakerfið á Íslandi virkar. Þorsteinn skipar sér nú í hóp Viðreisnar, sem vill óhefta móttöku hælisleitenda og sparar ekkert í málflutningi á Alþingi fyrir þeirri stefnu. Kærunefnd útlendingamála ber fyrst og fremst ábyrgð á því ófremdarástandi sem upp er komið í flóttamannamálum á Íslandi.“
Þó að Birgir trúi ekki, þá virðist hann vera sammála þeim sem telja það hafa verið glapræði að veita svo mikla vernd til þjóðar sem hefur það ekki svo hrikalegt. „Leggja ber niður kærunefnd útlendingamála Áhrifaríkasta leiðin til að ná tökum á stjórnleysi í flóttamannamálum á Íslandi er að leggja niður kærunefnd útlendingamála og færa úrskurðarvaldið í málaflokknum aftur til dómsmálaráðuneytisins. Augljóst er að nefndin er ekki störfum sínum vaxin. Hún viðhefur allt aðra stefnu gagnvart fólki frá Venesúela en hinar Norðurlandaþjóðirnar og önnur ríki Evrópu. Noregur veitir engum frá Venesúela fjögurra ára vernd. Það sama gildir í Danmörku. Svíþjóð vísar meirihluta umsókna frá Venesúela frá,“ skrifar Birgir í Morgunblaðinu í dag.