Birgir neitar að trúa að Sjálfstæðisflokknum sé um að kenna

Birgir Þórarinsson, sem bauð sig fram fyrir Miðflokkinn en yfirgaf flokkinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn strax eftir kosningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að ástæðan fyrir fjölda flóttamanna frá Venesúela sé kærunefnd útlendingamála. Hann segist neita að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð á fjölda þeirra, líkt og hefur margoft komið fram.

Fjölgunina má rekja beint til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þá utanríkisráðherra,um að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa dvalarleyfi á Íslandi á sama hátt og ríkisborgurum Úkraínu, ólíkt nágrannaþjóðum okkar sem meta ástandið í Venesúela ekki á sama hátt. Allir frá Venesúela eru því hér í boði Sjálfstæðisflokksins. Allir fá sjálfkrafa og skilyrðislausa vernd, þó fæstir telji ástæðu til þess.

Birgir neitar að trúa þessu, að eigin sögn. „Ábyrgðin ligg­ur hjá kær­u­nefnd út­lend­inga­mála Fyrr­ver­andi formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, Þor­steinn Páls­son, sagði fyr­ir skömmu að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæri ábyrgð á stöðunni í út­lend­inga­mál­um. Þessi um­mæli bera vott um að Þor­steinn átti sig ekki á hvernig hæl­is­leit­enda­kerfið á Íslandi virk­ar. Þor­steinn skip­ar sér nú í hóp Viðreisn­ar, sem vill óhefta mót­töku hæl­is­leit­enda og spar­ar ekk­ert í mál­flutn­ingi á Alþingi fyr­ir þeirri stefnu. Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ber fyrst og fremst ábyrgð á því ófremd­ar­ástandi sem upp er komið í flótta­manna­mál­um á Íslandi.“

Þó að Birgir trúi ekki, þá virðist hann vera sammála þeim sem telja það hafa verið glapræði að veita svo mikla vernd til þjóðar sem hefur það ekki svo hrikalegt. „Leggja ber niður kær­u­nefnd út­lend­inga­mála Áhrifa­rík­asta leiðin til að ná tök­um á stjórn­leysi í flótta­manna­mál­um á Íslandi er að leggja niður kær­u­nefnd út­lend­inga­mála og færa úr­sk­urðar­valdið í mála­flokkn­um aft­ur til dóms­málaráðuneyt­is­ins. Aug­ljóst er að nefnd­in er ekki störf­um sín­um vax­in. Hún viðhef­ur allt aðra stefnu gagn­vart fólki frá Venesúela en hinar Norður­landaþjóðirn­ar og önn­ur ríki Evr­ópu. Nor­eg­ur veit­ir eng­um frá Venesúela fjög­urra ára vernd. Það sama gild­ir í Dan­mörku. Svíþjóð vís­ar meiri­hluta um­sókna frá Venesúela frá,“ skrifar Birgir í Morgunblaðinu í dag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí