Þrír af sjö stjórnarmönnum í Íslandsbanka hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu hjá Íslandsbanka. Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir varaformaður og Ari Daníelsson hafa öll ákveðið að hætta, samkvæmt skýrslu tilnefningarnefndar, en Viðskiptablaðið greinir frá henni. Stjórnarkjör fer fram á hluthafafundi í lok mánaðar.
Íslandsbankahneykslið ætti að vera flestum ferskt í minni en margir hafa kallað eftir því að það hafi afleiðingar fyrir stjórnarmenn bankans að hafa blessað lögbrotið, þrátt fyrir ábendingar fjármálaeftirlitsins. Stjórnin lagið til sektargreiðslu til að losna undan frekari málarekstri
Finnur er fyrrverandi forstjóri Haga en nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður. Guðrún er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá PayAnalytics ehf. Ari er sjálfstætt starfandi stjórnarmaður og fjárfestir.
Tilnefningarnefndin leggur til að Linda Jónsdóttir og Stefán Pétursson komi í þeirra stað og valnefnd Bankasýslu ríkisins leggur til að sá þriðji verði Haukur Örn Birgisson. Fjórir stjórnarmenn virðast ætla að sitja sem fastast en það eru: Anna Þórðardóttir, Agnar Tómas Möller, Frosti Ólafsson og Valgerður Skúladóttir.