Veiking Golfstraumsins gæti valdið ísöld á Íslandi strax árið 2025

Samkvæmt nýrri rannsókn, sem birtist í dag í vísindatímaritinu Nature Communications, þá gæti Golf straumurinn hrunið mun fyrr en áður var talið, jafnvel árið 2025. Þetta myndi hafa katastrófískar afleiðingar í för með sér fyrir lífríki og loftslag heimsins.

Rannsóknin nær til hins mikilvæga sjávarstraums í Atlantshafi, sem vísindamenn nefna Amoc (Atlantic Meridional Overturning Circulation), sem m.a. færir heitan sjó í suðri norður og gerir veðurfar á Íslandi heitara en það myndi annars vera. Vísindamenn vissu nú þegar að straumurinn sé veikari en hann hefur verið í 1.600 ár vegna hlýnunar jarðar, og aðrir vísindamenn höfðu bent á viðvörunarmerki um mögulegan vendipunkt árið 2021.

Hin nýja rannsókn áætlar að straumurinn muni hrynja á tímabilinu 2025-2095 – líklegast einhvern tímann í kringum 2050. Þessi áætlun er byggð á því að fram heldur sem horfir og ekki verið skorið verulega mikið niður í útblæstri gróðurhúsalofttegunda.

Ástæðan fyrir þessu er losun mikils kalds vatns í sjóinn í norðri vegna bráðnunar Grænlandsjökuls, en sú bráðnun hefur slegið öll met nú í sumar.

Hrun Golf straumsins myndi hafa miklar og alvarlegar afleiðingar um heim allan, en það myndi áhrif gríðarlega neikvæð áhrif á regnið sem milljarðir manna reiða sig á í Indlandi, Suður-Ameríku og í Vestur-Afríku. Stormar myndu aukast og hitastig lækka verulega í Evrópu, ásamt því að borgir við austur strönd Norður-Ameríku yrðu í stórhættu.

Áhrifin á Ísland yrðu ekkert annað en katastrófískar, en ásamt því að Ísland yrði illbyggilegt vegna gríðarlegs kulda og vetrarharka, mun verri en þær allra verstu sem Íslendingar hafa hingað til upplifað, þá myndu fiskistofnarnir sem íslenska hagkerfið reiðir sig á einnig færa sig suður á bóginn – með fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir Ísland.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí