Kerecis: Næstum 29 milljarðar króna gætu endað í ríkissjóði Bjarna Ben

Reikna má með að um 75% af hluthöfunum Kerecis séu innlendir. Það má því reikna með að um 131 milljarður af rúmlega 175 milljörðum króna sem Coloplast borgaði fyrir hlutabréfin. Kaupverðið er í Bandaríkjadölum og alls óvíst hversu stór hluti þess ratar inn í íslenskt efnahagslífs. En þetta er svo há upphæð að ef hún kæmi inn í hagkerfið í formi gjadleyris og yrði skipt yfir í íslenskar krónur myndi það lyfta íslensku krónunni. Og þar með draga út verðbólgu þar sem verð innflutnings í íslenskum krónum myndi lækka.

Ekki er víst að fjármagnstekjuskattur leggist á alla þessa upphæð. Ef hluthafar voru með hlutabréfin í eignarhaldsfélögum þá hafa þeir ýmis ráð til að fresta skattgreiðslum eða komast undan þeim. En ef fjármagnstekjuskattur yrði lagður á þessa upphæð myndu tæplega 29 milljarðar krónna renna inn í ríkissjóð. Upp í 186 milljarða króna hallann sem Alþingi samþykkt við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023, sem reyndar hefur eitthvað minnkað frá samþykkt vegna mikillar þenslu og verðbólgu.

Fjármagnstekjuskattur er lægstur á Íslandi af Norðurlöndunum. Ríkissjóðir hinna Norðurlandanna myndu því fá meira til sín en sá íslenski af þessari sölu.

Þetta má sjá í þessari töflu:

LandFjármagns-
tekjuskattur
Hlutur ríkisins
af sölunni
Danmörk42,0%55.250 m.kr.
Finnland34,0%44.726 m.kr.
Noregur31,7%41.700 m.kr.
Svíþjóð30,0%39.464 m.kr.
Ísland22,0%28.940 m.kr.

Eins og þarna sést fengi ríkið um 10,5 milljörðum króna meira til sín ef skattareglur væru þær sömu og í Svíþjóð og 26,3 milljörðum krónum meira, næstum tvöfalt, ef hér giltu sömu reglur og í Danmörku.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí