Leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi segist tilbúinn að vinna með öfgahægrinu

Friedrich Merz, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi (CDU), sagði í viðtali við ZDF að flokkur hans væri tilbúinn til að vinna með öfgahægri þjóðernisflokknum AfD (Alternative für Deutschland) á sveitastjórnarstiginu. Þessi ummæli hafa vakið mikla athygli og hneykslun þar í landi.

Merz sagði í viðtalinu að hann útilokaði að vinna með flokknum á landsvísu, í samsteypustjórn, en að „tabúið“ sem gildi gegn því að vinna með öfgahægrinu ætti þó ekki að eiga við á sveitastjórnarstiginu. Merz sagði jafnframt að við værum skyldug til að samþykkja lýðræðislega greidd atkvæði, og ef að AfD yrði kosið til valda á ákveðnu svæði eða í ákveðnum bæ, þá þyrfti maður að finna leiðir til að vinna með því.

AfD vann fyrsta bæjarstjórnarstólinn sinn í Saxony-Anhalt í kosningum í síðasta mánuði. Nýjustu skoðanakannannir í Þýskalandi sýna að AfD er með um 20-22% fylgi, sem er minna en CDU, sem er með 26-28% fylgi, en meira en fylgi hinna flokkana sem mynda ríkisstjórn Þýskalands.

Á meðal þeirra sem gagnrýndi þessi ummæli Merz er flokksbróðir hans, Kai Wegner, borgarstjóri Berlín, en hann sagði að „CDU vill ekki og mun ekki vinna með flokki hvers viðskiptamódel er hatur, sundrung og útilokun.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí