Friedrich Merz, leiðtogi Kristilega demókrataflokksins í Þýskalandi (CDU), sagði í viðtali við ZDF að flokkur hans væri tilbúinn til að vinna með öfgahægri þjóðernisflokknum AfD (Alternative für Deutschland) á sveitastjórnarstiginu. Þessi ummæli hafa vakið mikla athygli og hneykslun þar í landi.
Merz sagði í viðtalinu að hann útilokaði að vinna með flokknum á landsvísu, í samsteypustjórn, en að „tabúið“ sem gildi gegn því að vinna með öfgahægrinu ætti þó ekki að eiga við á sveitastjórnarstiginu. Merz sagði jafnframt að við værum skyldug til að samþykkja lýðræðislega greidd atkvæði, og ef að AfD yrði kosið til valda á ákveðnu svæði eða í ákveðnum bæ, þá þyrfti maður að finna leiðir til að vinna með því.
AfD vann fyrsta bæjarstjórnarstólinn sinn í Saxony-Anhalt í kosningum í síðasta mánuði. Nýjustu skoðanakannannir í Þýskalandi sýna að AfD er með um 20-22% fylgi, sem er minna en CDU, sem er með 26-28% fylgi, en meira en fylgi hinna flokkana sem mynda ríkisstjórn Þýskalands.
Á meðal þeirra sem gagnrýndi þessi ummæli Merz er flokksbróðir hans, Kai Wegner, borgarstjóri Berlín, en hann sagði að „CDU vill ekki og mun ekki vinna með flokki hvers viðskiptamódel er hatur, sundrung og útilokun.“