Öllum ætlað að axla ábyrgð, nema Bjarna

Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að fleiri stjórnendum verði ekki sagt upp í bankanum en orðið er. Allir stjórnendur sem komu að sölu hlutabréfa í bankanum sjálfum séu farnir. Vandinn hafi verið yfirmannanna, ekki starfsfólksins sem vann undir þeim.

Hreinsanir innan bankans hafa verið þessar. Birna Einarsdóttir bankastjóri hætti á miðvikudaginn síðasta. Ásmund­ur Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóri á sviði fyr­ir­tækja og fjár­festa, hætti á laugardaginn. Og í gærkvöldi hætti Atli Rafn Björns­son, sem stýrt hef­ur fyr­ir­tækjaráðgjöf bankans.

Í lok mars hætti Rut Gunn­ars­dótt­ir sem var reglu­vörður hjá bank­an­um þegar salan fór fram. Í mars hætti líka Svein­björn Svein­björns­son, sem var for­stöðumaður eign­a­stýr­ing­ar bank­ans, og réð sig til Fossa, sem sameinaðist VÍS á dögunum. Ingvar Arn­ars­son hafði þá látið af starfi sínu sem for­stöðumaður verðbréfamiðlun­ar Íslandsbankans.

Jón Guðni bankastjóri segir að hér verði látið staðar numið. Ekki sé að vænta fleiri uppsagna.

Það mun koma í ljós á hluthafafundi í lok mánaðarins hvort einhver stjórnarmanna lifir þann fund af. Mikill vilji er meðal hluthafa að hreinsa til í stjórn bankans.

Þegar svört skýrsla ríkisendurskoðun um hlut bankasýslunnar í Íslandsbankamálinu var lögð fram lýstu ráðherrar ríkisstjórnarinnar því yfir að bankasýslan yrði lögð niður. Það hefur ekki enn gerst, en það hefur heldur ekki komið fram að ríkisstjórnin sé hætt við.

Eins og sjá má á skýringarmyndinni sem fylgir hér má reikna með allir ábyrgðaraðilar axli einhverja ábyrgð á þessu hneyksli, alveg frá fólkinu á gólfinu í Íslandsbanka og upp að fjármálaráðherra. Þar stoppar ábyrgðin.

Fyrir ofan ráðherrann er svo Alþingi, sem hlýtur að bregðast við og draga til baka heimildir sínar um sölu á hlut almennings í bankanum og viðurkenna mistök sín. Þingið var varað við að það gæti aldrei farið vel ef Bjarna Benediktssyni yrði falið að sjá um þessa sölu. Og það kom á daginn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí