Patriot eldflaugar notaðar til verndar NATO fundarins í Vilníus

Þýskaland hefur fært Patriot elflaugavarnakerfi frá Slóvakíu til Litháen til þess að vernda fund NATO sem á sér stað eftir nokkra daga, 11.-12 júlí. Fundurinn á sér stað í höfuðborg Litháens, Vilníus. 12.000 her- og lögreglumenn hafa einnig verið kallaðir út til verndar fundarins í borginni, ásamt því að Pólland sendir sérstaka hersveit, sem mun sjá um öryggi þjóðarleiðtoga.

Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur sent tilkynningu þar sem danskir ríkisborgarar eru hvattir til að halda sig frá borginni á meðan að á fundinum stendur, en öryggisgæsla mun vera svo ströng að segja má að borginni verði nánast alfarið lokað.

Hinsvegar vekur það athygli að litháínskir lögreglumenn muni ekki koma til með að taka þátt í þessari gríðarlegu öryggisgæslu í þeirra eigin heimalandi, en þeir ætla að nota tækifærið til að mótmæla launa- og vinnukjörum sínum með verkfalli.

Loftrýmið yfir borginni verður alfarið lokað á meðan á fundinum stendur. Hin ýmsu friðarbaráttusamtök, svo sem IPB (International Peace Bureau), World Beyond War, Global Women for Peace United against NATO, Vrede, og CND (Campaign for Nuclear Disarmament) hafa þó tilkynnt að þau muni standa fyrir ýmsum mótmælaaðgerðum í aðdraganda fundarins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí