Ríkisstjórn Hollands fellur vegna útlendingamála

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur ákveðið að leysa upp ríkisstjórnina vegna ágreinings um útlendingamál. Tilkynningin kom í gær, föstudag, og sagði Rutte í tilkynningunni að um væri að ræða óyfirstíganlegan ágreining í samsteypustjórninni. Mikill ágreiningur hefur verið í stjórnarsamstarfinu um þessi mál. Gerð var lokatilraun á föstudag til þess að reyna að leysa málin, en þegar sá fundur fór útum þúfur var ákveðið að slíta stjórnarsamstarfinu. Kosningar í Hollandi verða því síðar á árinu.

Mark Rutte er sá forsætisráðherra Hollands sem lengst hefur setið í embætti, en hann er formaður Frelsis- og lýðræðisflokksins og hefur verið forsætisráðherra síðan 2010. Hann hefur verið formaður flokksins síðan 2006. Samsteypustjórnin stóð af fjórum flokkum, flokki hans, ásamt D66 (Democrats 66), Christen Unie (CU) og Kristilegir demókratar (CD). Flokkur Rutte, ásamt flokki kristinna, eru íhaldsflokkar og sprakk stjórnin vegna ágreinings um hvað ætti að gera í innflytjendamálum. Rutte vildi grípa til mun harðari aðgerða í þeim málum.

D66 og CD vildu ekki taka þátt í sömu hörðu aðgerðum og hinir flokkarnir, en Rutte heimtaði að stjórnin samþykkti að sett yrðu mörk á hælisleitendur og flóttafólk sem landið tæki á móti. Mörkin sem hann lagði til voru 200 á mánuði. Hótaði hann því að leysa upp ríkisstjórnina ef þetta yrði ekki samþykkt.

Þetta kemur í kjölfar ýmsa tillaga sem stungið hefur verið uppá, en ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki getað sammælst um. Til dæmis var stungið uppá því að flokka hælisleitendur í tvo flokka þar sem annar flokkurinn fengi ekki sömu meðferð og hinn – en sú skipting miðaði helst að því að minnka fjölda fjölskyldumeðlima sem fylgja með þeim sem fá leyfi til að vera í landinu.

Yfir 21.500 manns sóttu um hæli í Hollandi á síðasta ári, 2022. Geert Wilders, leiðtogi öfgahægri flokksins PF (Party for Freedom) kallaði eftir kosningum sem allra fyrst.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí