Samherji á besta veginn að gosinu, sem er lokaður
Besta leiðin að gosstöðvunum við Litla-Hrút er talin vera frá Oddafelli við Höskuldarsvelli. Sú leið er hins vegar lokuð samkvæmt ákvörðun lögreglunnar á Suðurnesjum, en leiðin er í einkaeigu eigenda Stóru-Vatnsleysu, Litlu-Vatnsleysu og stórfyrirtækisins Samherja. Mannlíf greinir frá þessu.
Þessi leið er alls 10 kílómetrar og talsvert minna um megnun. Í stað þess að ganga þessa augljóslega betri leið þá neyðist fólk sem vill skoða gosstöðvarnar að ganga 20 kílómetra leið frá Slögu með gosreykin í fanginu.
Mannlíf greinir frá því að Keilisvegurinn sé í einkaeigu eigenda Stóru-Vatnsleysu, Litlu-Vatnsleysu og Samherja sem á stóran hluta Höskuldarvalla í sameign. Ekki sé vitað til þess hvort eigendur hafi haft afskipti af því hvort umferð yrði bönnuð á svæðinu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward