Spéhræddir Bandaríkjamenn rústa Landmannalaugum

„Í Landmannalaugum er verið að setja upp búningsklefa sem skyggja á útsýnið til fjalla en veita spéhræddum lítið skjól. Enginn taldi þetta í anda upplifunar náttúrulauga. Hvers vegna er verið að dextra spéhræðslu Bandaríkjamanna, fari fólk annað ef Landmannalaugar henta ekki.“

Þetta segir Karen Kjartansdóttir, almannatengill og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar, á Twitter en þar deilir hún einnig mynd af þessum klefum. Líkt og Karen bendir á í öðru tísti, þá hafa hinir allra spéhræddust hingað til getað notað klósettið við Laugina.

„Fyrir þau ykkar sem ekki eru kunnug staðháttum þá er hægt að hafa fataskipti á salernisaðstöðunni þarna ef fólk heldur virkilega að aðrir laugargestir þrái að að sjá á þeim typpið eða píkuna. Aldrei hef ég kastað frá mér spéhræðslunni jafn skjótt. Hegðaði mér eins og Frakki, Spánverji, Finni eða Þjóðverji þarna. Hafi ég sært blygðunarkennd einhverra verður sá hinn sami að eiga það við sig.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí