Starfsfólk UPS hótar verkfalli ef það fær ekki viðunandi vernd gegn hitanum

340.000 starfsfólk póstfyrirtækisins UPS, sem eru í verkalýðsfélaginu Teamsters, hóta nú verkfalli ef starfsskilyrði þeirra eru ekki bætt til muna. Samningar eru nú lausir hjá starfsfólkinu, en verkalýðsfélagið hefur gert vernd gegn hinum gríðarlega hita sem nú geysar í mörgum fylkjum Bandaríkjanna að aðalatriði í samningaviðræðunum við UPS um nýjan fimm ára samning.

Samningaviðræðurnar fóru útum þúfur í síðasta mánuði, en halda áfram í þessari viku. Ef samningar nást ekki mun verkfallið hefjast 1.ágúst. Ásamt vernd gegn hitanum, þá fer verkalýðsfélagið fram á hærri laun, og bætt starfsskilyrði, þar á meðal minni afskipti yfirmanna, en verkalýðsfélagið segir að með minni slíkum afskiptum yrði starfsfólkið minna stressað og frjálsara til að taka t.d. vatnspásur inn á milli sendinga. Hærri laun myndi einnig koma í veg fyrir að starfsfólkið þyrfti að fá sér aðra aukavinnu til að geta framfleytt sér.

Teamsters verkalýðsfélagið hefur nú þegar náð sigri í þessum málum, en í samningaviðræðunum í síðasta mánuði samþykkti UPS að setja loftræstikerfi í alla nýja bíla frá og með árinu 2024, ásamt viftum og hitaskildi.

Samkvæmt tölum frá The Washington Post þurfti að leggja inn að minnsta kosti 143 starfsmenn UPS á tímabilinu 2015-2022 vegna heilsufarsvandamála tengd of miklum hita í vinnunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí