340.000 starfsfólk póstfyrirtækisins UPS, sem eru í verkalýðsfélaginu Teamsters, hóta nú verkfalli ef starfsskilyrði þeirra eru ekki bætt til muna. Samningar eru nú lausir hjá starfsfólkinu, en verkalýðsfélagið hefur gert vernd gegn hinum gríðarlega hita sem nú geysar í mörgum fylkjum Bandaríkjanna að aðalatriði í samningaviðræðunum við UPS um nýjan fimm ára samning.
Samningaviðræðurnar fóru útum þúfur í síðasta mánuði, en halda áfram í þessari viku. Ef samningar nást ekki mun verkfallið hefjast 1.ágúst. Ásamt vernd gegn hitanum, þá fer verkalýðsfélagið fram á hærri laun, og bætt starfsskilyrði, þar á meðal minni afskipti yfirmanna, en verkalýðsfélagið segir að með minni slíkum afskiptum yrði starfsfólkið minna stressað og frjálsara til að taka t.d. vatnspásur inn á milli sendinga. Hærri laun myndi einnig koma í veg fyrir að starfsfólkið þyrfti að fá sér aðra aukavinnu til að geta framfleytt sér.
Teamsters verkalýðsfélagið hefur nú þegar náð sigri í þessum málum, en í samningaviðræðunum í síðasta mánuði samþykkti UPS að setja loftræstikerfi í alla nýja bíla frá og með árinu 2024, ásamt viftum og hitaskildi.
Samkvæmt tölum frá The Washington Post þurfti að leggja inn að minnsta kosti 143 starfsmenn UPS á tímabilinu 2015-2022 vegna heilsufarsvandamála tengd of miklum hita í vinnunni.