Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist lítið traust hafa á ráðherra Vg

„Ráðherr­ann hef­ur kastað blautri tusku í and­lit allra þing­manna sam­starfs­flokka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það er póli­tísk­ur barna­skap­ur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á sam­starfið inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli mat­vælaráðherra og stjórn­arþing­manna er lítið og það mun hafa áhrif á sam­starf þeirra á kom­andi mánuðum,“ skrifar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í Mogga dagsins.

Sjálfstæðisflokkurinn lítur ekki svo á að hvalamálið hafi fjarað út, þvert á móti heldur Óli Björn því fram að þetta sé það hafi haft varanleg áhrif. Hann fer fyrst yfir stöðuna eins og hún var:

„Allt frá því að rík­is­stjórn Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks var mynduð fyr­ir sex árum hef­ur reynt á þanþol flestra stjórn­arþing­manna með ein­um eða öðrum hætti. Ekki var við öðru að bú­ast þegar þrír gjör­ólík­ir flokk­ar taka hönd­um sam­an,“ skrifar hann og heldur áfram.

„Þrátt fyr­ir efa­semd­ir hef ég, eins aðrir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, haldið tryggð við rík­is­stjórn­ina – verið heill í stuðningn­um. En það hef­ur oft reynt á enda af­salaði eng­inn okk­ar rétt­in­um til að gagn­rýna, berj­ast fyr­ir breyt­ing­um á stjórn­ar­frum­vörp­um, standa í vegi fyr­ir fram­gangi vondra mála eða vinna að fram­gangi hug­sjóna.·

Svo ræðir hann hversu alvarleg áhrif ákvörðun Svandísar hefur haft:

„Fram­ganga mat­vælaráðherra er vatn á myllu þeirra sem ef­ast hafa um rétt­mæti þess að halda áfram sam­starfi við flokk sem er lengst til vinstri. Flokk sem fagn­ar þegar ekki er hægt að nýta sjálf­bær­ar orku­auðlind­ir, flokk sem ekki er til­bú­inn til að horf­ast í augu við vanda vegna flótta­manna, flokk sem tel­ur betra að auka álög­ur á fyr­ir­tæki og launa­fólk en að nýta sam­eig­in­lega fjár­muni bet­ur, flokk sem er sann­færður um að biðraðir séu betri en að nýta einkafram­takið í heil­brigðisþjón­ustu,“ skrifar Óli Björn.

„Eitt er víst. Við sem berj­umst fyr­ir at­vinnu­frelsi, sjálf­bærri nýt­ingu auðlinda og stjórn­sýslu þar sem meðal­hófs og sann­girni er gætt eig­um litla sam­leið með ráðherra sem geng­ur fram með þeim hætti sem mat­vælaráðherra hef­ur gert. Það eru göm­ul sann­indi og ný að van­traust gref­ur und­an sam­starfi,“ endar hann grein sína.

Það er vaxandi vilji innan þess sem kalla mætti grasrót Sjálfstæðisflokksins, það er flokksfólks sem ekki situr við ríkisstjórnarborðið, að könnuð verði leið til að losna út úr ríkisstjórn með Vg án þess að boða til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn er með 17 þingmenn og Framsókn 13, samtals þrjátíu. Flokkarnir þurfa aðeins tvo þingmenn til viðbótar til að ná minnsta meirihluta. Ríkisstjórn þessara flokka með tveimur þingmönnum Miðflokksins myndi duga, en það er ólíklegt að Framsókn vilji það. Ríkisstjórn þessara flokka með fimm þingmönnum Viðreisnar gæfi 35 þingmanna meirihluta. Og meirihlutinn yrði 36 þingmenn á móti 27 þingmönnum stjórnarandstöðunnar ef Flokkur fólksins yrði tekinn inn.

Það er inn í þessar hugrenningar sem Óli Björn skrifar. Hann er að ræða við hóp Sjálfstæðisflokksmanna sem telur að þótt það hafi verið réttlætanlegt að láta Vg stoppa mál Sjálfstæðisflokksins á fyrra kjörtímabili þá sé svo ekki lengur. Bæði vegna þess að Vg stoppar nú æ fleiri mál flokksins svo honum er ómögulegt að bregðast við stöðu efnahagsmála með þeim hætti sem flokksfólk vill, en flokkurinn vill mun meiri niðurskurð opinberrar þjónustu og einkavæðingu en ríkisstjórnin stendur fyrir. En líka vegna þess að augljóst er að Vg og Katrín Jakobsdóttir eru ekki það skjól sem áður var. Vg hefur hrapað i fylgi og mörgum Sjálfstæðisflokksmanni finnst það skammarlegt að sitja í ríkisstjórn leiddri af formanni flokks sem er við það að falla af þingi.

Með því að henda Vg út og taka Flokk fólksins inn fengi Bjarni Benediktsson aftur að spreyta sig sem forsætisráðherra og með uppstokkun ráðuneyta mætti fríska upp á ríkisstjórnina í von um að það gæti aukið traust á henni.

Það sem helst stendur í Sjálfstæðisflokksmönnum er að þeir efast um að Flokkur fólksins geti skaffað þrjá þingmenn sem eru hæfir að þeirra dómi til að koma inn í ríkisstjórn. Mannaval Viðreisnar er betra að mati flokksfólks, en þar er málefnaágreiningur meiri. Viðreisn myndi styðja niðurskurð ríkisútgjalda en gæti lagt fram ýmsar kröfur sem færu illa í Sjálfstæðisflokksfólk og enn frekar Framsóknarmenn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí