„Getur verið að besta lausnin sé að segja upp orkusölusamningi við eitt af álverunum?“

„Hefur verið reiknað út hvort ekki borgi sig betur fyrir Landsvirkjun etc. að selja íslenskum almenningi og fyrirtækjum þessa orku en stóriðjunni? Getur verið að besta lausnin sé að segja upp orkusölusamningi við eitt af álverunum?,“ spyr Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli sem hann birtir á Facebook. Mörður veltir því fyrir sér hvort það megi ekki nokkuð auðveldlega uppfylla þá orkuþörf sem Landsnet lýsir í nýrri skýrslu, hætta að selja rafmagn til ´það minnsta eins álvers.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Marðar í heild sinni.

EN AÐ FÁ ORKU ÚR EINU STYKKI AF ÁLVERI ?

Landsnet segir að orkuskipti næstu ára og áratuga kalli á aukna raforku ‒ og það er eðlilegt, því að ef við hættum að nota olíu og bensín þarf annan orkugjafa.

Landsnet virðist að vísu ekki reikna með að breyttir lifnaðarhættir dragi úr orkuþörf ‒ að með auknum almannasamgöngum sé til dæmis hægt að spara verulega orku. Og Landsnet er nokkuð glannalegt í spádómum sínum um orkuskiptin í framtíðinni. Þannig segir Landsnet stutt í að skipaflutningar verði knúnir ammoníaki og svo framvegis. Fróðleiksmaður um skip og skipaflutninga segir mér hinsvegar að það sé langt í annað eldsneyti en olíu á sjónum og nú sé fyrst og fremst verið að kanna hvernig megi komast af með sem minnsta olíu í gámaflutningum ‒ svo sem með því að sigla einfaldlega hægar. Að vísu er byrjað að gera tilraunir með segl upp á nýtt …

En tökum bara mark á skýrslu Landsnets.

Þar segir að orkuþörfin verði ekki uppfyllt nema ný orka fáist. Það er orðað þannig í Mogganum að „áform um nýjar vatnsafls- eða jarðvarmavirkjanir ásamt stækkunum þeirra virkjana sem fyrir eru muni ekki duga fyrir orkuskiptum“.

Og þá spyr maður:

Hefur verið reiknað út hvort ekki borgi sig betur fyrir Landsvirkjun etc. að selja íslenskum almenningi og fyrirtækjum þessa orku en stóriðjunni?

Getur verið að besta lausnin sé að segja upp orkusölusamningi við eitt af álverunum?

Vattið selst væntanlega dýrara á nýja markaðnum en til stóriðjunnar, og það verður sannarlega þörf fyrir vinnuaflið sem nú er í álverunum í hinum bjarta heimi orkuskiptanna.

Með þeim hætti spanderum við heldur ekki þeim óumdeilanlegu verðmætum ‒ efnislegum, heilsufarslegum  og hugrænum ‒ sem liggja í náttúru og umhverfi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí