Gróðureldarnir á Tenerife hafa geisað um 5% eyjunnar en enga manneskju sakað

Gróðureldarnir sem hófast á Tenerife frá því um miðja síðustu viku höfðu á sunnudag geisað um 5% af landsvæði eyjunnar, eða um 12 þúsund hektara. Þúsundum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Fyrstu daga eldanna reyndist lofthiti, þurrkar sem honum fylgdi og vindar sem blésu um leið veita eldunum yfirhöndina í baráttu slökkviliðs við þá, en árangur sem náðist aðfaranótt sunnudags gerði slökkvilið og íbúa vonbetri: „Nóttin var erfið en þökk sé slökkviliðinu hefur árangur náðst,“ sagði héraðsstjóri Tenerife, Rosa Davila, fréttamannafundi á sunnudag.

Forseti Kanaríeyja, Fernando Clavijo, gekk lengra og sagði árangurinn kraftaverki líkastan. Tekist hefði að halda gróðureldunum í skefjum þannig að ekki einasta hafi enga manneskju sakað heldur hefur hann enn ekki borist í nokkurt heimili.

Jörð enn sjóðandi heit, þurrt og heitt í lofti

Syðri brún eldanna er nú, að sögn Clavijo, mjög stöðug, en norðurhlutinn veldur enn áhyggjum. Anna Kristjánsdóttir er á meðal þeirra Íslendinga sem eru búsettir á eynni. Hún segir í Facebook-færslu á mánudag að staðan sé þó heldur flóknari en sunnudagurinn gaf tilefni til að vona: á sunnudag hafi hvesst á ný og kviknað nýir eldar „enda jörðin víða sjóðandi heit og þurrt og heitt í lofti“.

Anna segir að um 16.000 manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Nokkuð öruggt sé eftir sem áður að vera næst sjónum „allavega ennþá“, og nefnir bæina Candelaria og Puerto de la Cruz til dæmis.

„Þegar ég kom út á svalir í gærmorgun var mikið af sóti frá skógareldunum á svalagólfinu svo að það var ekki um annað að ræða en að fara út með nornakústinn og sópa svalirnar,“ segir Anna. „Þetta var samt létt verk og löðurmannlegt, en ég hugsa með samúð til þess fólks sem býr nærri skógareldunum.“

„Samkvæmt fréttum sunnudagsins,“ skrifar Anna, „hafði engin manneskja beðið bana né slasast alvarlega vegna skógareldanna, þar með talið slökkviliðið og herinn, þökk veri yfirvöldum sem ráku fólk miskunnarlaust að heiman væru heimili þeirra í hættu og gæta ítrustu varúðar vegna eldanna. Það er fyrir öllu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí