Kínverska landhelgisgæslan sprautar vatni á skip filippeyska hersins

Skip kínversku landhelgisgæslunnar notaði vatnsþrýstibyssu á birgðaflutningaskip Filippseyja um helgina, laugardag. Skip Filippseyja var að fara með birgðar til landgönguliða í her landsins á Spratly eyjum, en Fillipseyjar eru þar með herstöð.

Þetta hefur orðið til að auka enn frekar spennuna á svæði sem lengi hefur verið vægast sagt spennuþrungið, en Filippseyjar vilja meina að svæðið þar sem kínverska landhelgisgæslan greip til þessara aðgerða sé hluti af yfirráðasvæði þeirra, á meðan að Kínverjar eru á allt öðru máli.

Alþjóðasamfélagið hefur flest allt fordæmt þennan verknað Kínverja harðlega í dag.

Matthew Miller, talsmaður bandaríska varnamálaráðuneytins, gaf í gær út harðorða yfirlýsingu frá Washington þar sem hann sagði að samkvæmt varnarsattmála Bandaríkjanna við Filippseyjar frá 1952, þá myndi kínversk hernaðarárás á skip Filippseyja – hvort sem um væri að ræða herskip eða annað – jafngilda árás á Bandaríkin sjálf og myndu þau bregðast við í samræmi við það. Bandaríkin líta þó ekki á notkun vatnsdæla sem hernaðarárás – eitthvað sem gera má ráð fyrir að Kínverjar séu fullmeðvitaðir um.

Ástralía, Þýskaland, Japan og Kanada hafa einnig bæst við löndin sem fordæma þennan verknað kínversku landhelgisgæslunnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí