Píratar tilkynna frumvarp um hvalveiðibann og vonast eftir samstöðu þvert á flokka

„Þingflokkur Pírata hefur kallað eftir stuðningi allra þingflokka til að leggja fram frumvarp um bann við hvalveiðum um leið og þing kemur saman að nýju,“ tilkynnti Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, á Facebook um hádegisbil nú á fimmtudag, stuttu eftir að ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum lauk og matvælaráðherra tilkynnti að hvalveiðar hefjist á ný á morgun, 1. september. „Píratar kalla eftir því að málið fái vandaða þinglega meðferð og að þingið taki afstöðu með umhverfinu, loftslaginu, dýravelferð og framtíðinni,“ sagði hún ennfremur.

Blaðamaður hafði samband við Halldóru og spurði hvort ákvörðun ráðherra hefðu verið vonbrigði. „Já, auðvitað,“ svaraði hún, „þetta eru gífurleg vonbrigði. Ég er optimisti í eðli mínu og trúði því að Svandís myndi standa á sínu. En svona er þetta.“

Þar sem Píratar voru tilbúin með frumvarp um hvalveiðibann lá beint við að spyrja hvort þau hafi þó allt eins gert ráð fyrir þessari niðurstöðu ráðherrans. Halldóra svaraði því til að þau hefðu lagt frumvarpið fram hvernig sem ríkisstjórnarfundinum hefði lokið. „Við vorum tilbúin með þetta mál, bann á hvalveiðum, af því að við hefðum lagt það fram hvernig sem færi. Þótt að Svandís hefði framlengt bannið nú í sumar væri það bara tengt starfsleyfi, það væri samt leyfilegt að veiða hval á Íslandi. Við viljum banna það. Við viljum bara að það sé bannað að veiða.“

Aðspurð hvort Píratar eru vongóð um þátttöku stjórnarliða í málinu, þegar það verður lagt fyrir þingið, svaraði Halldóra „já, einhverra allavega. Við erum alltaf vongóð um að fólk vilji taka þátt í að berjast fyrir góðum málefnum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí