Pólsk stjórnvöld fagna „degi hersins“ með hersýningu og „herlautarferðum“

Á þriðjudag héldu pólsk stjórnvöld viðamestu hersýningu sem farið hefur fram í landinu í þrjátíu ár, hið minnsta. 2.000 hermenn og 200 farartæki hersins fóru fylktu liði í Varsjá, eftir ánni Vislu og framhjá konungshöllinni. Með þeim gengu hermenn úr hersveitum Bandaríkjanna og nokkurra Evrópuríkja. Yfir sveimuðu þyrlur og herþotur. Hersýningin þykir í samræmi við yfirlýst áform pólskra stjórnvalda um verulega aukin útgjöld til hernaðarmála.

Yfirstandandi vígvæðing

Nokkur ár eru liðin síðan varnarmálaráðherrann Mariusz Błaszczak kynnti áform sín um að gera pólska herinn þann stærsta í Evrópu. Þá hafa pólsk stjórnvöld aukið útgjöld til endurnýjunar á tækjakosti hersins stórlega eftir innrás Rússa í Úkraínu. Samkvæmt varnarmálaráðuneyti landsins verður yfir 30 milljörðum evra varið í vopnakaup á þessu ári, það eru yfir 4.000 milljarðar íslenskra króna.

Jarosław Kaczyński, formaður afturhaldsflokksins Lög og réttlæti, sem fer með völd í landinu, sagði á mánudag að fjölga yrði pólskum hermönnum í 300 þúsund og kaupa vopnabirgðir til samræmis. Mannaflinn sem herinn hefur yfir að ráða er nú talinn öðru hvoru megin við 150 þúsund, og virðist því áformað að tvöfalda hann.

Það virðist þá vera liður í að auka viðveru hersins í meðvitund almennings og afla fylgis við þessi áform sem stjórnvöld hafa skipulagt „herlautarferðir“ víð um Pólland síðustu daga. Á yfir 70 stöðum í landinu hafa hermenn hitt íbúa og ferðamenn á förnum vegi og sýnt þeim nýjar gerðir vopna, segir í frétt Deutsche Welle.

15. ágúst dagur hersins

Pólverjar hafa fagnað 15. ágúst frá því að kommúnistastjórnir Austur-Evrópu liðu undir lok kringum 1990. Dagurinn var lýstur „dagur hersins“ í Póllandi árið 1992.

Á þessum degi, 15. ágúst, minnast Pólverjar þess er hermenn og sjálfboðaliðar hrintu sókn Rauða hersins að Varsjá, sem var vendipunktur í stríðinu sem þá stóð milli hinna nýstofnuðu Sovétríkja og Póllands. Einhverjir líta svo á að þarmeð hafi verið hrundið tilraun Leníns og Trotskís til heimsbyltingar, og bolsévismanum haldið innan landamæra Sovétríkjanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí